Hótel Höfn #Iceland

Hótel höfn hornafjörður ósinn veitingastaður humarpitsa humarveisla humar hornafirði
Hótel Höfn á Hornafirði

Hótel Höfn

Við gistum á Hótel Höfn og borðuðum á veitingastað hótelsins, Ósnum.  Hótelið er rúmlega hálfrar aldar gamalt en hefur fengið andlitslyftingu síðustu ár. Ánægjulegt að að sjá hvernig tekst að blanda saman upphaflegum stíl innandyra við nýja tísku. Ekki spillir fjalla- og jöklasýnin á Höfn, sem er auðvitað stórkostleg. Það er ekki amalegt að setjast á blómum skrýddan pallinn og njóta. Og sérlega gleðilegt að íslenskir ferðamenn eru komnir á fullt skrið með að njóta íslenskrar náttúru og þjónustu.

HÓTEL HÖFNÓSINNHORNAFJÖRÐURFERÐAST UM ÍSLAND

.

Humarveisla

Hin Slóvenska Mojca þjónaði okkur til borðs á Ósnum og lagði sig fram um að tala íslensku, það gekk ljómandi vel hjá henni. Því miður gleymdum við að taka mynd af Mojca sem er veitingastjóri staðarins.

Humarsúpa
Haf og hagi (surf and turf)
Hægelduð nautalund, alveg sérlega meyr
Ísinn góði frá Jöklaís
Humarpitsa
Á morgunverðarhlaðborðinu er sérstakt veganhorn
Morgunstund gefur gull í mund!
Auglýsing

Meira úr sama flokki

Apótekshádegi og borðsiðanámskeið

Apótekshádegi og borðsiðanámskeið. Marsibil söng eftirminnilega Einu sinni á ágústkvöldi með afa sínum í sextugsafmæli hans í Eldborg um daginn. Að launum fékk hún m.a. út af borða með öfum sínum og námskeið í borðsiðum á Apótekinu. Allt gekk þetta vel, enda er hún svo sem ágætlega að sér í borðsiðum, en alltaf er hægt að rifja upp og bæta sig. Við fórum yfir hvernig er skálað, hvað við gerum við servíettuna, hvernig haldið er á hnífapörum og margt annað. Drögum ekki að kenna börnum góða borðsiði og kurteisi. Þau elska svona reglur.

Bláber eru holl, mjög holl

blaber

BLÁBER. Sífellt fleiri rannsóknir styðja mátt andoxunarefna í líkamanum. Nú síðast gerði matvælafræðinemi í South Dakota State University, Marin Plumb, rannsóknir á bláberjum. Hún komst að því að bláber halda næringargildi sínu jafnvel eftir sex mánuði í frysti. Marin mældi andoxunarefni í bláberjum sem höfðu verið frosin í einn, þrjá og fimm mánuði.