Hindberja- og Daim eftirréttur

 

Hindberja- og Daim eftirréttur hindber
Hindberja- og Daim eftirréttur

Hindberja- og Daim eftirréttur

Aðeins fimm hráefni og úr verður einstaklega einfaldur og gómsætur eftirréttur. Halldóra systir mín bauð í fiskisúpu og var með eftirréttinn góða að henni lokinni

 

HALLDÓRADAIMHINDBERMAKKARÓNUREFTIRRÉTTIR

.

Frá vinstri: Anna Valdís einarsdóttir, Bergþór, Albert, Einar guðbjartsson Hulda steinsdóttir, Vilborg eiríksdóttir og Halldóra eiríksdóttir
Frá vinstri: Anna Valdís, Bergþór, Albert, Einar, Hulda, Vilborg og Halldóra

Hindberja- og Daim eftirréttur. Setjið makkarónukökur í botn á fallegri skál bleytið með portvíni. 500 gr frosin hindber ofaná, þá 1/2 lítri rjómi þreyttur og settur yfir. 500 gr hindber frosin gróf mulin með buffhamri ofan á rjómann að lokum saxað Daim súkkulaði yfir allt.

Hindberja- og Daim eftirréttur

.

HALLDÓRADAIMHINDBERMAKKARÓNUREFTIRRÉTTIR

.

 

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hitastig borðvína

Hitastig borðvína.  Oft heyrum við talað um stofuhita á rauðvínum. Stofuhiti víðast hvar er 18 gráður en hér vel yfir 20. Að sögn vínsérfræðinga hættir okkur Íslendingum til að bera fram rauðvín of heit og hvítvín of kælt.  Kjörhitastig rauðvíns er 16 - 17 gráður fyrir vín sem er frekar létt og í mesta lagi 20 gráður fyrir önnur rauðvín. Hvítvín sem eru borin fram beint út ísskáp eru of köld, 4 - 6 gráður. Kjörhiti hvítvíns er 10-12 gráður, því yngra því kaldara. Því þéttara því hærra hitastig.

Kókos- og sítrónukaka

Kókos- og sítrónukaka

Kókos-sítrónukaka

Í heimilisfræði lærði maður að kökudeig væri sko ekkert kökudeig nema í því væru egg og mjólk  til að binda deigið saman. Með ofurlitlu gúgli má komast að því að ýmislegt annað má nota í staðinn með góðum árangri; t.d. eru möluð hörfræ ígildi eggja í lummum.

Hér er kaka sem helst mjög vel saman, er ljúffeng og létt. Engin þörf er á að útskýra fyrir þeim, sem hafa fordóma gagnvart vegan (dýraafurðalausu) fæði, hvernig hún er samsett, - þeir finna hvort eð er ekki muninn!

Hádegisveisla hjá Þuríði Ottesen – humar, bleikja og flauelsbúðingur

Hádegisveisla hjá Þuríði Ottesen - humar, bleikja og flauelsbúðingur. Það er eitthvað svo notalegt að vera boðinn þriggja rétta í hádegismat í hálfkláruðu eldhúsi. Þuríður Ottesen er kona sem kallar ekki allt ömmu sína, hún byggði við húsið sitt og er rétt að koma sér fyrir á nýja staðnum, enn vantaði tengla og bekkjarplatan var ekki uppsett. Vígslan á bakaraofninum fór fram með bleikjunni góðu. Hún er frumkvöðull og athafnakona hin mesta. Margir tengja Þuríði við heilsufyrirtækið Gengur vel. Hádegisveisla sem gefur von um gott vor og enn betra sumar. Verði ykkur að góðu og njótið dagsins