
Hindberja- og Daim eftirréttur
Aðeins fimm hráefni og úr verður einstaklega einfaldur og gómsætur eftirréttur. Halldóra systir mín bauð í fiskisúpu og var með eftirréttinn góða að henni lokinni
— HALLDÓRA — DAIM — HINDBER — MAKKARÓNUR — EFTIRRÉTTIR –
.

Hindberja- og Daim eftirréttur. Setjið makkarónukökur í botn á fallegri skál bleytið með portvíni. 500 gr frosin hindber ofaná, þá 1/2 lítri rjómi þreyttur og settur yfir. 500 gr hindber frosin gróf mulin með buffhamri ofan á rjómann að lokum saxað Daim súkkulaði yfir allt.

.
— HALLDÓRA — DAIM — HINDBER — MAKKARÓNUR — EFTIRRÉTTIR –
.