
Lúxusfiskréttur með rækjum
Stundum verða bestu uppskriftirnar til af algjöru tilviljun. Í sumar var ég á ferð um Austurland og kíkti inn í hina ágætu búð Vaski á Egilsstöðum til að kaupa hitt og þetta. Þegar heim var komið og innkaupapokinn tæmdur, leyndist þar lítil perla – uppskrift að fiskrétti sem átti eftir að slá í gegn heima hjá mér.
Þetta er svona réttur sem lítur út fyrir að vera hátíðlegur og flókinn, en er í raun einfaldur, fallegur og einstaklega bragðgóður. Mjúkur fiskur á botninum, silkimjúk grænmetis- og rjómasósa yfir og safaríkar rækjur sem kóróna svo herlegheitin. Réttur sem hentar jafnt í helgarmatinn, þegar gesti ber að garði, eða einfaldlega þegar maður vill gera vel við sig.
Gullfallegur, ilmandi og verulega góður – sannkallaður lúxus á disk.
„ég var með einn 84 ára í mat og hann sagðist aldrei hafa smakkað svona góðan mat” S.K.
.
— FISKUR Í OFNI — FISKUR Í RASPI — EGILSSTAÐIR — FISKRÉTTIR — FISKIBOLLUR —
.

Lúxusfiskréttur með rækjum
800 g þorskur í bitum
300 g rækjur
200 g sveppir í sneiðum
1 laukur
1/2 blaðlaukur
olía til steikingar
1 rauð paprika
1 græn paprika
2 gulrætur
Lítil dós ananaskurl + safi
150 g rjómaostur
1 dl rjómi
1 tsk salt
1/2 tsk pipar
1/2 tsk paprika
2 tsk karrý
1 tsk fiskikraftur.
Skerið lauk og blaðlauk og mýkið í olíu á pönnu.
Bætið við papriku, gulrótum, sveppum og látið steikjast stutta stund.
Látið því næst ananas, ananassafa, rjóma og rjómaost.
Hitið og hrærið í þangað til allt er leyst upp.
Bætið fiskinum saman við og látið krauma í um 10 mín.
Stráið rækjum yfir steinselju til skrauts.
EÐA látið í eldfast form og bakið við 175°C í 10-12 mín.
Berið fram með hrísgrjónum og góðu salati.
— FISKUR Í OFNI — FISKUR Í RASPI — EGILSSTAÐIR — FISKRÉTTIR — FISKIBOLLUR —
![]()

