Lúxusfiskréttur

Lúxusfiskréttur fiskur í ofni þorskur karrý karrýsósa rjómasósa grænmeti og fikur grænmetisfiskréttur karrýfiskur ofnbakaður vaskur egilsstaðir
Lúxusfiskréttur

Lúxusfiskréttur með rækjum

Í sumar var ég að kaupa eitt og annað í hinni ágætu búð Vaski á Egilsstöðum. Þegar heim var komið tók ég eftir að í kaupbæti hafi ég fengið uppskrift að fínasta fiskrétti. Að vísu átti ég ekki til ananas í dós svo hann er innan sviga hér að neðan. Fiskurinn fór á botninn í eldfast form, grænmetisrjómasósan yfir og loks rækjurnar. Gullfallegur og verulega góður réttur.

.

FISKUR Í OFNIFISKUR Í RASPIEGILSSTAÐIRFISKRÉTTIRFISKIBOLLUR

.

Lúxusfiskréttur

Lúxusfiskréttur með rækjum

800 g þorskur í bitum
300 g rækjur
200 g sveppir í sneiðum
1 laukur
1/2 blaðlaukur
olía til steikingar
1 rauð paprika
1 græn paprika
2 gulrætur
(Lítil dós ananaskurl + safi)
150 g rjómaostur
1 dl rjómi
1 tsk salt
1/2 tsk pipar
1/2 tsk paprika
2 tsk karrý
1 tsk fiskikraftur

Skerið lauk og blaðlauk og mýkið í olíu á önnu. Bætið við papriku, gulrótum, sveppum og látið steikjast stutta stund. Látið því næst ananas, ananassafa, rjóma og rjómaost. Hitið og hrærið í þangað til allt er leyst upp.
Bætið fiskinum saman við og látið krauma í um 10 mín. Stráið rækjum yfir steinselju til skrauts. EÐA látið í eldfast form og bakið við 175°C í 10-12 mín.
Berið fram með hrísgrjónum og góðu salati

🤍

FISKUR Í OFNIFISKUR Í RASPIEGILSSTAÐIRFISKRÉTTIRFISKIBOLLUR

LÚXUSFISKRÉTTUR

🤍

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.