Lúxusfiskréttur

Lúxusfiskréttur fiskur í ofni þorskur karrý karrýsósa rjómasósa grænmeti og fikur grænmetisfiskréttur karrýfiskur ofnbakaður vaskur egilsstaðir
Lúxusfiskréttur

Lúxusfiskréttur með rækjum

Í sumar var ég að kaupa eitt og annað í hinni ágætu búð Vaski á Egilsstöðum. Þegar heim var komið tók ég eftir að í kaupbæti hafi ég fengið uppskrift að fínasta fiskrétti. Að vísu átti ég ekki til ananas í dós svo hann er innan sviga hér að neðan. Fiskurinn fór á botninn í eldfast form, grænmetisrjómasósan yfir og loks rækjurnar. Gullfallegur og verulega góður réttur.

.

FISKUR Í OFNIFISKUR Í RASPIEGILSSTAÐIRFISKRÉTTIRFISKIBOLLUR

.

Lúxusfiskréttur

Lúxusfiskréttur með rækjum

800 g þorskur í bitum
300 g rækjur
200 g sveppir í sneiðum
1 laukur
1/2 blaðlaukur
olía til steikingar
1 rauð paprika
1 græn paprika
2 gulrætur
(Lítil dós ananaskurl + safi)
150 g rjómaostur
1 dl rjómi
1 tsk salt
1/2 tsk pipar
1/2 tsk paprika
2 tsk karrý
1 tsk fiskikraftur

Skerið lauk og blaðlauk og mýkið í olíu á önnu. Bætið við papriku, gulrótum, sveppum og látið steikjast stutta stund. Látið því næst ananas, ananassafa, rjóma og rjómaost. Hitið og hrærið í þangað til allt er leyst upp.
Bætið fiskinum saman við og látið krauma í um 10 mín. Stráið rækjum yfir steinselju til skrauts. EÐA látið í eldfast form og bakið við 175°C í 10-12 mín.
Berið fram með hrísgrjónum og góðu salati

🤍

FISKUR Í OFNIFISKUR Í RASPIEGILSSTAÐIRFISKRÉTTIRFISKIBOLLUR

LÚXUSFISKRÉTTUR

🤍

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Matarklúbburinn Flottræfilsfélagið heldur glæsiveislu

Matarklúbburinn Flottræfilsfélagið heldur glæsiveislu. Á Gestgjafaárum mínum fannst mér skemmtilegast að fara í matarboð og skrifa um þau. Eitt af eftirminnilegri matarboðum var hjá nýlega stofnuðum strákamatarklúbbi sem kallaði sig Flottræfilsfélagið, gáskafullir ungir menn sem létu greinilega allt flakka þegar þeir hittust. Auk þess að hittast til skiptis hver hjá öðrum fara þeir stundum út að borða saman og smakka vín og annað skemmtilegt. Orri Huginn er leiðtogi hópsins þegar kemur að því að finna uppskriftir og prófa. Hann tók vel í að kalla piltana saman og halda enn eitt glæsimatarboðið og Bragi tók myndirnar.

Pourquoi-Pas? – Jean-Baptiste Charcot og stytta Einars Jónssonar

Pourquoi-Pas? - Jean-Baptiste Charcot og stytta Einars Jónssonar. Í september árið 1936 fórst franska rannsóknarskipið Porquoi-Pas? við Straumfjörð á Mýrum. Fjörtíu manns voru í áhöfn skipsins en aðeins einn komst lífs af, Eugène Gonidec að nafni. Á Fáskrúðsfirði er styttan Í minningu skiptapa dr. Charcots eftir Einar Jónsson sem hann gerði skömmu eftir að Poruquoi-Pas? fórst.

Jarðarberjaterta með Royalbúðingskremi

Jarðarberjaterta

Jarðarberjaterta með Royalbúðingskremi. Í barnæsku þóttu mér Royalbúðingar alveg einstaklega góðir - sérstaklega þessi með karamellubragði - og borðaði þá af mikilli áfergju.

Það er ágætt setja tertuna saman og láta hana standa í 5-7 klst áður en hún er borin á borð. Þannig mýkjast botnarnir, en það er ekki gott að hafa þá of mjúka. Í Matarbúri Kaju fékk ég karamelludropa sem ég setti saman við kremið og fékk þar reyndar líka hindberjadropa sem fór saman við jarðarberjarjómann. Hindberjadroparnir gefa bæði bragð og fallegan lit. Hátiðleg terta sem lætur vel í munni og fer vel á öllum veisluborðum.

Vorgleði Petrínu Rósar – ala patarí Fransí

Vorgleði Petrínu Rósar. „Það færi best á að kalla þetta vorgleði með skemmtilegu fólki. Þetta eru allt frekar fljótlegar uppskriftir en á móti kemur að ferskleiki hráefnisins skiptir höfuðmáli. Sérsniðinn matseðill fyrir kvennaboð" segir Petrína Rós Karlsdóttir.                   Frá vinstri Hildur Bjarnason, Petrina Rós, Addý /Ásgerður Einarsdóttir, Guðný Margrét Emilsdóttir, Albert Eiríksson og Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir sem tók myndina.