Eplakaka sem ekki þarf að baka – einstaklega góð

eplaterta makkarónur makkarónukökur bláberjajógúrt Eplakaka sem ekki þarf að baka - einstaklega góð skyrterta arna jógúrt óbökuð eplakaka fljótleg einföld
Eplakaka sem ekki þarf að baka – einstaklega góð

Eplakaka sem ekki þarf að baka – einstaklega góð

Svei mér þá ég held þetta sé bæði einfaldasta og besta eplakaka sem til er. Auka kostur er að ekki þarf að baka hana. Ljúffeng og bragðgóð eplakaka sem getur líka verið eftirréttur.

EPLATERTUREFTIRRÉTTIRSKYRTERTURHINDBERBLÁBERMAKKARÓNUR

🍏

Hráefnið í eplakökuna

Eplakaka sem ekki þarf að baka – einstaklega góð

4-5 græn epli
safi úr einni sítrónu
2 b makkarónukökur
1/2 l rjómi
3 dós grísk haustjógúrt frá Örnu
hindber
bláber

Rífið eplin og blandið sítrónusafa saman við. brjótið makkarónukökurnar gróft og blandið saman við. Setjið í form og þjappið lítið eitt.

Stífþeytið rjómann, bætið haustjógúrtinni saman við. Setjið yfir eplin og skreytið með makkarónukökum, hindberjum og bláberjum.

🍏

EPLATERTUREFTIRRÉTTIRSKYRTERTURHINDBERBLÁBERMAKKARÓNUR

— EPLAKAKA SEM EKKI ÞARF AÐ BAKA —

🍏

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Bláberjahjónabandssæla, alveg dásamlega góð

Bláberjahjónabandssæla. Ætli megi ekki segja að þetta sé hliðarútgáfa af hjónabandssælunni góðu. Það má baka þessa hvort heldur er í kringlóttu formi eða í ofnskúffu eins og venjulega hjónabandssælu. Mjög góð með kaffinu, bökum og höfum kvöldkaffi eða bjóðum gestum heim :)

Lauk-, sveppa- og beikonbaka

Lauk-, sveppa- og beikonbaka.  Áskorun síðasta árs var að birta borðsiðafærslur í hverri viku allt árið. Það gekk eftir og vakti lukku. Áskorun ársins er að fá amk 30 gestabloggara til að útbúa góðgæti fyrir síðuna. Signý Sæmundsdóttir söngkona ríður á vaðið. Það er notalegt að heimsækja Signýju og létt yfir henni að vanda. „Þegar Albert bað mig að vera gestgjafi á blogginu sínu vinsæla þá ákvað eg að hafa Brunch thema. Baka passar alltaf á Brunch borðið og þá kom Lauk-, sveppa og beikonbaka upp í hugann. Hún er lystug og góð og gefur góða fyllingu í magann. Með kaffinu var Appelsínu- og súkkulaðiformkaka.