Eplakaka sem ekki þarf að baka – einstaklega góð

eplaterta makkarónur makkarónukökur bláberjajógúrt Eplakaka sem ekki þarf að baka - einstaklega góð skyrterta arna jógúrt óbökuð eplakaka fljótleg einföld
Eplakaka sem ekki þarf að baka – einstaklega góð

Eplakaka sem ekki þarf að baka – einstaklega góð

Svei mér þá ég held þetta sé bæði einfaldasta og besta eplakaka sem til er. Auka kostur er að ekki þarf að baka hana. Ljúffeng og bragðgóð eplakaka sem getur líka verið eftirréttur.

EPLATERTUREFTIRRÉTTIRSKYRTERTURHINDBERBLÁBERMAKKARÓNUR

🍏

Hráefnið í eplakökuna

Eplakaka sem ekki þarf að baka – einstaklega góð

4-5 græn epli
safi úr einni sítrónu
2 b makkarónukökur
1/2 l rjómi
3 dós grísk haustjógúrt frá Örnu
hindber
bláber

Rífið eplin og blandið sítrónusafa saman við. brjótið makkarónukökurnar gróft og blandið saman við. Setjið í form og þjappið lítið eitt.

Stífþeytið rjómann, bætið haustjógúrtinni saman við. Setjið yfir eplin og skreytið með makkarónukökum, hindberjum og bláberjum.

🍏

EPLATERTUREFTIRRÉTTIRSKYRTERTURHINDBERBLÁBERMAKKARÓNUR

— EPLAKAKA SEM EKKI ÞARF AÐ BAKA —

🍏

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hábítur í Perlunni – Út í bláinn

Út í bláinn í Perlunni. Efstu hæð Perlunnar í Reykjavík hefur verið breytt mikið, matsölustaðurinn Út í bláinn er sunnan megin og Kaffitár er norðan megin. Já og gólfið snýst núna aðeins á kvöldin. Við skelltum okkur í vel útilátinn hábít í Perlunni á nýja veitingastaðinn Út í bláinn. Hábítur er brunch, eða hádegismatur og árbítur í einu orði.

Bláberja-pæ

Bláberja-pæ. Þegar ég sá uppskriftina fyrst runnu á mig tvær grímur: bláber, kanill og sítrónusafi!!! En ágætt að dæma ekki um of fyrirfram. Þannig að bakan var útbúin og öllum líkaði vel. Pæ-deigið má útbúa deginum áður og geyma í ísskáp.

Veitingastaðurinn Burro – einstakur, líflegur, litríkur og bragðmikill

Veitingastaðurinn Burro - einstakur, líflegur, litríkur og bragðmikill. Burro Tapas + steak. Mið- og suðuramerískur smáréttastaður með frábærum Latin steikum. Bragðgóður, litfagur matur sem fer vel í munni og maga. Líflegur Burro öðruvísi en allir aðrir staðir, stórfín viðbót við fyrirmyndar veitingastaðaflóru landsins með ljúfa og góða þjónustu.