Blóðsykurstjórnun með Betu Reynis

Meðal margra góðra rétta var fiskisalat (uppskriftin er neðst)

Það hendir okkur flest að „vera andlaus” í eldhúsinu, stundum finnst okkur eins og það sé alltaf það sama í matinn og „lítið að gerast” – við erum föst í vananum. Þess vegna er stórfínt að fá sent hvað á að vera í matinn og uppskriftir, viku fyrir viku og í leiðinni bæta líðan okkar og heilsu.

ELÍSABET REYNISBERGÞÓR

Undanfarin ár hefur Elísabet Reynisdóttir næringarfræðingur þróað námskeið með það að markmiði að blóðsykurinn verði jafnari, bólgur minnki, aukin orka, og þyngdartap fyrir þau sem þurfa. – námskeið án allra öfga. Við Bergþór fengum að vera með í hópi sem fylgdi leiðbeiningunum í fjórar vikur og líkaði vel. Á námskeiði er áhersla á að kynna þáttakendum leiðir til að bæta líðan sína og draga úr líkum á sykursýki 2.

SAMANTEKT. Maturinn var fjölbreyttur og bragðgóður, aldrei vottaði fyrir sykurþörf eða að ég saknaði einhvers. Tvisvar eða þrisvar borðaði ég sætindi í kökuboði en fannst ekkert mál að koma mér aftur í gírinn. Niðurstaðan er: mikil vellíðan, meiri orka, aldrei þreyta eða slen.

NÁMSKEIÐ. Nú ætlum við Elísabet að snúa bökum saman og halda námskeið saman. Hópurinn byrjar á að hittast og borða saman, þátttakendur fá fjögurra vikna matarprógramm og svo borðum við aftur saman í lokun.

Upplýsingar og skráning á námskeið með því að senda póst á albert.eiriksson@gmail.com – Nánari upplýsingar: HÉR 

Graskerssúpa

FISKISALAT

🍏🍏

— BLÓÐSYKURSTJÓRNUN MEÐ ALBERT OG BETU REYNIS —

🍏🍏🍏

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Royal döðluterta – uppskriftin sem ekki má gefa neinum

Royal döðluterta. Mamma á handskrifaða uppskrifabók frá því í Kvennaskólanum á Blönduósi, bók sem ég er búinn að fletta síðan ég man eftir mér. Í barnæsku bættum við systkinin við einni og einni uppskrift í bókina.

Nýlega rakst ég á þessa uppskrift og bráðskemmtilega athugasemd með: Má ekki gefa neinum nema Sigrúnu í Dölum fyrir fermingu Steinu en hún má ekki láta hana.

Biscotti með kanil, negul og súkkulaði

Biscotti (ítalska og þýðir =tvíbakaðar) eru sætar, ítalskar tvíbökur, sem alltaf eru borðaðar með drykk, enda eru þær ansi harðar undir tönn. Ítalir bera stundum biscotti og rauðvínsglas með sem eftirrétt...