Það hendir okkur flest að „vera andlaus” í eldhúsinu, stundum finnst okkur eins og það sé alltaf það sama í matinn og „lítið að gerast” – við erum föst í vananum. Þess vegna er stórfínt að fá sent hvað á að vera í matinn og uppskriftir, viku fyrir viku og í leiðinni bæta líðan okkar og heilsu.
— ELÍSABET REYNIS — BERGÞÓR —
Undanfarin ár hefur Elísabet Reynisdóttir næringarfræðingur þróað námskeið með það að markmiði að blóðsykurinn verði jafnari, bólgur minnki, aukin orka, og þyngdartap fyrir þau sem þurfa. – námskeið án allra öfga. Við Bergþór fengum að vera með í hópi sem fylgdi leiðbeiningunum í fjórar vikur og líkaði vel. Á námskeiði er áhersla á að kynna þáttakendum leiðir til að bæta líðan sína og draga úr líkum á sykursýki 2.
SAMANTEKT. Maturinn var fjölbreyttur og bragðgóður, aldrei vottaði fyrir sykurþörf eða að ég saknaði einhvers. Tvisvar eða þrisvar borðaði ég sætindi í kökuboði en fannst ekkert mál að koma mér aftur í gírinn. Niðurstaðan er: mikil vellíðan, meiri orka, aldrei þreyta eða slen.
NÁMSKEIÐ. Nú ætlum við Elísabet að snúa bökum saman og halda námskeið saman. Hópurinn byrjar á að hittast og borða saman, þátttakendur fá fjögurra vikna matarprógramm og svo borðum við aftur saman í lokun.
Upplýsingar og skráning á námskeið með því að senda póst á albert.eiriksson@gmail.com – Nánari upplýsingar: HÉR
— FISKISALAT —
🍏🍏
— BLÓÐSYKURSTJÓRNUN MEÐ ALBERT OG BETU REYNIS —
🍏🍏🍏