Steikt lambalifur með ávöxtum og rjómakarrýsósu

Steikt lambalifur með ávöxtum og rjómakarrýsósu KARRÝSÓSA beta reynis elísabet reynisdóttir næringarfræðingur innmatur steikt lifur lambalifur hollur innmatur
Steikt lambalifur með ávöxtum og rjómakarrýsósu. Aðferðin við sætkartöflumúsina er neðst.

Steikt lifur með ávöxtum og rjómakarrýsósu

Innmatur er bæði ódýr og hollur matur sem kalla má ofurfæðu. Beta Reynis bauð í einhverja þá bestu steiktu lambalifur sem ég hef smakkað. Lifur er afbragðs matur, með fullt af próteini og steinefnum og auk þess A-vítamínrík.

LAMBALIFURKARRÝELÍSABET REYNISKJÖTÍSLENSKT

.

Steikt lifur með ávöxtum og rjómakarrýsósu

1 lambalifur
1 msk Mild Curry Spice paste (Pataks)
1 tsk Red curry paste
1 stk rauðlaukur
3 stk hvítalauksgeirar
2 dl rjómi
1/2 stk epli
1/2 stk pera
1/2 banani
2 msk kókosmjöl
salt og pipar
4 msk olífuolía

Skerið laukinn og hvítlaukinn.
Hreinsið lifrina og skerið í sneiðar. Eplið, peran og bananinn skorið smátt.
Léttsteikið (miðlungshita) rauðlaukinn í olíu og bætið síðan hvítlauknum saman við, ásamt epli og peru. Setjið í blönduna í skál og geymið. Hitið pönnuna vel, steikið lifrina í 1 mín. á hvorri hlið.

Bætið Curry paste (báðum saman við og hrærið lifrinni í kryddið) bætið við salt og pipar. Hellið blöndunni saman við ásamt rjóma. Hitið í 7 min. bætið banana og kókosflögum yfir og hitið í 3 min. – skerið í lifrina til að vera viss um að hún sé tilbúin – passa að ofsteikja ekki. Má vera aðeins rauð.

Sætkartöflumúsin sem er á myndinni: Heil sæt kartafla bökuð við 180°C í um klst eða þangað til hún er mjúk. Skafið innan úr og sett í matvinnsluvél ásamt 2 msk af smjöri og 2 msk rjóma og salti. Maukið vel, mjög vel.

LAMBALIFURKARRÝELÍSABET REYNISKJÖTÍSLENSKT

— STEIKT LAMBALIFUR MEÐ ÁVÖXTUM OG RJÓMAKARRÝSÓSU —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.