Steikt lambalifur með ávöxtum og rjómakarrýsósu

Steikt lambalifur með ávöxtum og rjómakarrýsósu KARRÝSÓSA beta reynis elísabet reynisdóttir næringarfræðingur innmatur steikt lifur lambalifur hollur innmatur
Steikt lambalifur með ávöxtum og rjómakarrýsósu. Aðferðin við sætkartöflumúsina er neðst.

Steikt lifur með ávöxtum og rjómakarrýsósu

Innmatur er bæði ódýr og hollur matur sem kalla má ofurfæðu. Beta Reynis bauð í einhverja þá bestu steiktu lambalifur sem ég hef smakkað. Lifur er afbragðs matur, með fullt af próteini og steinefnum og auk þess A-vítamínrík.

LAMBALIFURKARRÝELÍSABET REYNISKJÖTÍSLENSKT

.

Steikt lifur með ávöxtum og rjómakarrýsósu

1 lambalifur
1 msk Mild Curry Spice paste (Pataks)
1 tsk Red curry paste
1 stk rauðlaukur
3 stk hvítalauksgeirar
2 dl rjómi
1/2 stk epli
1/2 stk pera
1/2 banani
2 msk kókosmjöl
salt og pipar
4 msk olífuolía

Skerið laukinn og hvítlaukinn.
Hreinsið lifrina og skerið í sneiðar. Eplið, peran og bananinn skorið smátt.
Léttsteikið (miðlungshita) rauðlaukinn í olíu og bætið síðan hvítlauknum saman við, ásamt epli og peru. Setjið í blönduna í skál og geymið. Hitið pönnuna vel, steikið lifrina í 1 mín. á hvorri hlið.

Bætið Curry paste (báðum saman við og hrærið lifrinni í kryddið) bætið við salt og pipar. Hellið blöndunni saman við ásamt rjóma. Hitið í 7 min. bætið banana og kókosflögum yfir og hitið í 3 min. – skerið í lifrina til að vera viss um að hún sé tilbúin – passa að ofsteikja ekki. Má vera aðeins rauð.

Sætkartöflumúsin sem er á myndinni: Heil sæt kartafla bökuð við 180°C í um klst eða þangað til hún er mjúk. Skafið innan úr og sett í matvinnsluvél ásamt 2 msk af smjöri og 2 msk rjóma og salti. Maukið vel, mjög vel.

LAMBALIFURKARRÝELÍSABET REYNISKJÖTÍSLENSKT

— STEIKT LAMBALIFUR MEÐ ÁVÖXTUM OG RJÓMAKARRÝSÓSU —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Sesamostastangir

Sesamostastangir. Fyrir stórafmæli Signýjar á dögunum bað hún nokkra gesti að létta undir með því að koma með veitingar á kaffiborðið. Mjög gott fyrirkomulag og þægilegt. Það sem kallað hefur verið Pálínuboð. Kata Finnboga kom með sesamostastangir og stóran Brie ost með. Hún tók vel í að deila uppskriftinni og tók fram að stangirnar yrðu bestar með því að nota bragðmikinn ost í deigið.

Ber í rommi

berirommi Ber í rommi

Ber í rommi. Í upphaflegu uppskriftinni voru aðeins ber en ég ákvað að bæta við fleiri ávöxtum. Þannig að nafnið ætti eiginlega að vera: Ávextir í rommi. En hitt hljómar mun betur, sérstaklega ef við höfum í huga hina frægu bók Helgu Sigurðar Grænmeti og ber allt árið sem gárungar þessa lands kölluðu aldrei annað en Ber allt árið