Steikt lifur með ávöxtum og rjómakarrýsósu
Innmatur er bæði ódýr og hollur matur sem kalla má ofurfæðu. Beta Reynis bauð í einhverja þá bestu steiktu lambalifur sem ég hef smakkað. Lifur er afbragðs matur, með fullt af próteini og steinefnum og auk þess A-vítamínrík.
— LAMBALIFUR — KARRÝ — ELÍSABET REYNIS — KJÖT — ÍSLENSKT —
.
Steikt lifur með ávöxtum og rjómakarrýsósu
1 lambalifur
1 msk Mild Curry Spice paste (Pataks)
1 tsk Red curry paste
1 stk rauðlaukur
3 stk hvítalauksgeirar
2 dl rjómi
1/2 stk epli
1/2 stk pera
1/2 banani
2 msk kókosmjöl
salt og pipar
4 msk olífuolía
Skerið laukinn og hvítlaukinn.
Hreinsið lifrina og skerið í sneiðar. Eplið, peran og bananinn skorið smátt.
Léttsteikið (miðlungshita) rauðlaukinn í olíu og bætið síðan hvítlauknum saman við, ásamt epli og peru. Setjið í blönduna í skál og geymið. Hitið pönnuna vel, steikið lifrina í 1 mín. á hvorri hlið.
Bætið Curry paste (báðum saman við og hrærið lifrinni í kryddið) bætið við salt og pipar. Hellið blöndunni saman við ásamt rjóma. Hitið í 7 min. bætið banana og kókosflögum yfir og hitið í 3 min. – skerið í lifrina til að vera viss um að hún sé tilbúin – passa að ofsteikja ekki. Má vera aðeins rauð.
Sætkartöflumúsin sem er á myndinni: Heil sæt kartafla bökuð við 180°C í um klst eða þangað til hún er mjúk. Skafið innan úr og sett í matvinnsluvél ásamt 2 msk af smjöri og 2 msk rjóma og salti. Maukið vel, mjög vel.
–
— LAMBALIFUR — KARRÝ — ELÍSABET REYNIS — KJÖT — ÍSLENSKT —
— STEIKT LAMBALIFUR MEÐ ÁVÖXTUM OG RJÓMAKARRÝSÓSU —
–