Hjónabandssæla mömmu
Í Pfaff búðinni heyrði ég að fjölskyldan ætti hjónabandssæluuppskrift sem væri í miklu uppáhaldi. Magnús tók vel í að baka eftir uppskrift mömmu sinnar og birta uppskrift hennar sem enn þann dag í dag er mikið notuð – stundum með minni púðursykri en segir. Á árum áður var sykur notaður ótæpilega en nú til dags drögum við úr honum eins og við getum.
— HJÓNABANDSSÆLUR — KAFFIMEÐLÆTI — SVESKJUSULTA — RABARBARASULTA —
.
Hjónabandssæla mömmu
300 g smjör
300 g púðursykur
420 g hveiti
225 g haframjöl
2 egg
1 1/2 tsk matarsódi
Blandið öllu saman, tilvalið að nota hrærivélina og hnoðarann, takið ca 1/4 af deiginu frá.
Setjið í ofnskúffu eða tvö lausbotna tertuform og þjappið niður. Dreifið sveskju- eða rabarbarasultu yfir.
Fletjið restinni af deiginu út, skerið í lengjur og leggið yfir.
Bakið í 30-40 min á 180°C í ofnskúffu.
— HJÓNABANDSSÆLUR — KAFFIMEÐLÆTI — SVESKJUSULTA — RABARBARASULTA —
–