Hjónabandssæla mömmu

Hjónabandssæla mömmu pfaff fjölskylduterta margrét kristmannsdóttir magnús kristmannsson pfaff fjölskyldan
Hjónabandssæla mömmu

Hjónabandssæla mömmu

Í Pfaff búðinni heyrði ég að fjölskyldan ætti hjónabandssæluuppskrift sem væri í miklu uppáhaldi. Magnús tók vel í að baka eftir uppskrift mömmu sinnar og birta uppskrift hennar sem enn þann dag í dag er mikið notuð – stundum með minni púðursykri en segir. Á árum áður var sykur notaður ótæpilega en nú til dags drögum við úr honum eins og við getum.

HJÓNABANDSSÆLURKAFFIMEÐLÆTISVESKJUSULTARABARBARASULTA

.

Hjónabandssæla mömmu

300 g smjör
300 g púðursykur
420 g hveiti
225 g haframjöl
2 egg
1 1/2 tsk matarsódi

Blandið öllu saman, tilvalið að nota hrærivélina og hnoðarann, takið ca 1/4 af deiginu frá.
Setjið í ofnskúffu eða tvö lausbotna tertuform og þjappið niður. Dreifið sveskju- eða rabarbarasultu yfir.
Fletjið restinni af deiginu út, skerið í lengjur og leggið yfir.
Bakið í 30-40 min á 180°C í ofnskúffu.

Margrét, Magnús Kristmannsbörn og Albert

HJÓNABANDSSÆLURKAFFIMEÐLÆTISVESKJUSULTARABARBARASULTA

— HJÓNABANDSSÆLA MÖMMU —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Bláberjaostaterta

Screen Shot 2014-05-20 at 15.09.41

 Bláberjaostaterta. Kjörin terta með sunnudagskaffinu. Nú skulum við taka höndum saman og minnka enn frekar sykur í öllum mat, ekki síst í tertum (já og sniðganga dísætan mat of fleira þess háttar í búðum). Ef eitthvað er þá bragðast matur betur með minni sykri, munið að við erum ábyrg á eigin heilsu.

Ferskir ætiþistlar

Ferskir ætiþistlar. Ofan á pitsur eru ætiþistlar hreinasta lostæti, það er kannski ekki löng hefð fyrir ferskum ætiþistlum hér á landi. Það er ekki svo flókið að "verka þá". Í hinni ágætu og magnefndu búð Matarbúri Kaju á Óðinsgötu fást ferskir ætiþistlar.