Bragðgóðir bragðarefir
Það er ótrúlega auðvelt að gera sinn eigin bragðaref. Til að rugla ekki bragðlaukana um of er ágætt að setja tvennt eða þrennt saman við ísinn og ekki of mikið. Setja þarf svolítinn vökva með, mjólk, rjóma eða kókosmjólk. Þetta er allt sett í matvinnsluvél og blandað saman en alls ekki of lengi. Ef bragðefnin eru mjög sæt er hugmynd að kreista sítrónu saman við áður en vélin er sett af stað
Hugmyndir fyrir bragðaref: frosnir eða ferskir ávextir, kókosmjöl, uppáhalds nammið, uppáhalds kexið eða (smá)köku.
— RJÓMAÍS — EFTIRRÉTTIR —
.
–
–