Kókosflöguterta Gunnu Stínu
Maður nýtir hvert tækifæri til að koma sér í kaffiboð með góðu fólki. Norðfirðingurinn Guðrún Kristín, sem flestir þekkja sem Gunnu Stínu, bakaði ljómandi góða tertu sem hún vildi endilega kalla Covid-tertuna en hugmyndin var felld. „Þessi er tilvalin sem sælgætisterta á tertuborðið eða að eiga í frysti og taka upp þegar óvænta gesti ber að garði.”
.
— GUNNA STÍNA — NESKAUPSTAÐUR — TERTUR — KÓKOSMJÖL — MOSFELLSBÆR —
.
Kókosflöguterta Gunnu Stínu
Kakan:
6 eggjahvítur
200 g flórsykur
150 g kókosflögur
50 g kókosmjöl
½ tsk lyftiduft.
½ l rjómi, þeyttur
Kremið:
6 eggjarauður
150 g smjör (ekki smjörlíki)
150 g suðusúkkulaði með karamellukurli og sjávarsalti frá Nóa Síríus
50 g flórsykur
Botnar: Eggjahvítur og flórsykur stífþeytt saman, Kókosflögur marðar með morteli. Settar varlega út í ásamt, kókosmjölinu og lyftiduftinu. Bakað í tveim vel smurðum formun við 150-180 gráðu hita í ca 30-40 mín.
Kremið: Eggjarauðurnar eru þeyttar vel. Smjör og flórsykur eru þeytt saman í annari skál, og súkkulaðið er brætt í vatnsbaði. Gott er að hræra vel í og láta súkkulaðið bráðna mjög vel. Því er síðan hellt í skálina með hrærða smjörinu og flórsykrinum og hrært saman. Að endingu eru eggjarauðurnar settar út í og allt hrært með sleif..
Smyrjið þunnu lagi af súkkulaðikremi á neðri botninn. Þeyttur rjómi er settur ofan á kremið og hinn botninn settur ofan á rjómann. Kreminu smurt ofan á tertan sett í frysti í nokkra tíma eða yfir nótt.
Áður en kakan er borin fram er hún skreytt með rifsberjum, og eða hindberjum og kókosflögum.
Tilvalin sem sælgætiskaka á tertuborðið eða að eiga í frysti og taka upp þegar óvænta gesti ber að garði.
Ekkert mælir á móti því að borða þessa köku strax að bakstri loknum, frekar en kalda úr frystinum, allt eftir smekk hvers og eins.
–
— GUNNA STÍNA — NESKAUPSTAÐUR — TERTUR — KÓKOSMJÖL — MOSFELLSBÆR —
— KÓKOSFLÖGUTERTA GUNNU STÍNU —
–