Kókosflöguterta Gunnu Stínu

mosfellsbær Kókosflöguterta Gunnu Stínu gunna stína guðrún kristín einarsdóttir norðfjörður kókosmjöl mosfells
Kókosflöguterta Gunnu Stínu

Kókosflöguterta Gunnu Stínu

Maður nýtir hvert tækifæri til að koma sér í kaffiboð með góðu fólki. Norðfirðingurinn Guðrún Kristín, sem flestir þekkja sem Gunnu Stínu, bakaði ljómandi góða tertu sem hún vildi endilega kalla Covid-tertuna en hugmyndin var felld. „Þessi er tilvalin sem sælgætisterta á tertuborðið eða að eiga í frysti og taka upp þegar óvænta gesti ber að garði.”

.

GUNNA STÍNANESKAUPSTAÐURTERTURKÓKOSMJÖLMOSFELLSBÆR

.

Kókosflöguterta Gunnu Stínu

Kókosflöguterta Gunnu Stínu

Kakan:
6 eggjahvítur
200 g flórsykur
150 g kókosflögur
50 g kókosmjöl
½ tsk lyftiduft.

½ l rjómi, þeyttur

Kremið:
6 eggjarauður
150 g smjör (ekki smjörlíki)
150 g suðusúkkulaði með karamellukurli og sjávarsalti frá Nóa Síríus
50 g flórsykur

Botnar: Eggjahvítur og flórsykur stífþeytt saman, Kókosflögur marðar með morteli. Settar varlega út í ásamt, kókosmjölinu og lyftiduftinu. Bakað í tveim vel smurðum formun við 150-180 gráðu hita í ca 30-40 mín.
Kremið: Eggjarauðurnar eru þeyttar vel. Smjör og flórsykur eru þeytt saman í annari skál, og súkkulaðið er brætt í vatnsbaði. Gott er að hræra vel í og láta súkkulaðið bráðna mjög vel. Því er síðan hellt í skálina með hrærða smjörinu og flórsykrinum og hrært saman. Að endingu eru eggjarauðurnar settar út í og allt hrært með sleif..
Smyrjið þunnu lagi af súkkulaðikremi á neðri botninn. Þeyttur rjómi er settur ofan á kremið og hinn botninn settur ofan á rjómann. Kreminu smurt ofan á tertan sett í frysti í nokkra tíma eða yfir nótt.

Áður en kakan er borin fram er hún skreytt með rifsberjum, og eða hindberjum og kókosflögum.
Tilvalin sem sælgætiskaka á tertuborðið eða að eiga í frysti og taka upp þegar óvænta gesti ber að garði.
Ekkert mælir á móti því að borða þessa köku strax að bakstri loknum, frekar en kalda úr frystinum, allt eftir smekk hvers og eins.

Vilborg, Gunna Stína og Albert

GUNNA STÍNANESKAUPSTAÐURTERTURKÓKOSMJÖLMOSFELLSBÆR

— KÓKOSFLÖGUTERTA GUNNU STÍNU —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Tilbreyting á matnum á tyllidögum

Allar húsmæður ættu að gjöra sér far um tilbreytingu á matnum. Á tyllidögum skal ætið gjöra breytingu til hins betra til að gæða fólkinu í munni.
-Matreiðslubók fyrir fátæka og ríka eptir Jóninnu Sigurðardóttur - 1916

Steinakökur – 1. sæti í smákökusamkeppni Kornax 2015

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Steinakökur - 1. sæti í smákökusamkeppni Kornax 2015. Meðal þess sem heyrðist frá dómnefndinni var þetta: "Mikið jafnvægi í bragði, flott útlit og góð samsetning" "Ekki of sæt, gott að hafa pekanhnetur með og frágangur til fyrirmyndar"
"Góð hráefni, samsetning góð og eftirbragðið tónaði vel"
"Algjör sæla fyrir bragðlaukana. Stökkur súkkulaðibotn með "krönsí" kókostoppi. Kaka sem ég myndi baka aftur og aftur"