
Askasleikir
Askasleikir er sjötti jólasveinninn kallaður sem kemur til byggða, þann 17. desember, samkvæmt þeirri röð sem birt er í Þjóðsögum Jóns Árnasonar frá 1862.
— JÓLASVEINAR — JÓLIN — ÞJÓÐSÖGUR —
.
Þegar askarnir voru settir fyrir hunda og ketti til að sleikja var Askasleikir snöggur að ná í þá á undan.
Um hann kvað Jóhannes úr Kötlum:
Sá sjötti Askasleikir,
var alveg dæmalaus.-
Hann fram undan rúmunum
rak sinn ljóta haus.
Þegar fólkið setti askana
fyrir kött og hund,
hann slunginn var að ná þeim
og sleikja á ýmsa lund.

AF WIKIPEDIA
Í gær kom POTTASKEFILL og á morgun kemur HURÐASKELLIR
–