Pottaskefill

Pottaskefill íslenskur jólasveinn jólaveinarnir 16. desember fimmti jólaveinninn
Pottaskefill.     Myndin er af SKESSUHORN.IS 

Pottaskefill

Pottaskefill, einnig nefndur Pottasleikir, er fimmti jólasveinninn kallaður sem kemur til manna, þann 16. desember, samkvæmt þeirri röð sem birt er í Þjóðsögum Jóns Árnasonar frá 1862.

JÓLASVEINAR —  JÓLIN — ÞJÓÐSÖGURPOTTAR

.

Pottaskefill skóf og sleikti í sig skófirnar innan úr pottunum.

Um hann kvað Jóhannes úr Kötlum:

Sá fimmti Pottaskefill,
var skrítið kuldastrá.
-Þegar börnin fengu skófir
hann barði dyrnar á.

Þau ruku’upp, til að gá að
hvort gestur væri á ferð.
Þá flýtti’ ann sér að pottinum
og fékk sér góðan verð.

Af Wikipedia

JÓLIN

Í gær kom ÞVÖRUSLEIKIR og á morgun kemur ASKASLEIKIR.

— POTTASKEFILL —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Biskupaterta

Biskupaterta

Biskupaterta. Ekki hef ég hugmynd um hvernig nafnið á þessari tertu er tilkomið, en góð er hún. „Alveg óvart“ fór heldur meira af sérrýi en segir í uppskriftinni en tertan varð held ég bara betri við það. Biskupaterta getur verið bæði kaffimeðlæti eða eftirréttur eins og hún var í stórfínu matarboði á dögunum.

Ari útskrifaður með láði – borðsiðir og út að borða á Apótekinu

Ari útskrifaður með láði - borðsiðir og út að borða á Apótekinu. Ungi pilturinn í miðjunni heitir Ari Freyr, hann fékk borðsiðanámskeið 101 í fermingargjöf. Við Bergþór borðuðum með Ara fyrir ekki svo löngu og fórum þá yfir helstu grunnatriði. Hann fékk síðan nokkur heimaverkefni og er síðan búinn að æfa sig. Ari hefur líka farið yfir nokkur atriði með fjölskyldunni. Í dag var komið að útskrift þegar við borðuðum dásamlega góðan mat á Apótekinu með foreldrum Ara.

Bananabrauð með súkkulaði og möndlum

bananabrauð

Bananabrauð með súkkulaði og möndlum. Hér á bæ var bakað með kaffinu í dag eins og stundum áður. Það þarf hvort handþeytara né hrærivél þegar þetta bananabrauð er útbúið, ágætt að nota gaffal til að stappa bananana og hræra svo restinni saman við með sleif. Já og svo fer núna fram mikill áróður gegn sykri, í þessu brauði er enginn viðbættur sykur. Bananabrauð bragðaðist enn betur með þunnu lagi af mascarpone en auðvitað er líka gott að nota annað viðbit.