Bjúgnakrækir
Bjúgnakrækir er níundi jólasveinninn. Hann kemur til manna þann 20. desember samkvæmt þeirri röð sem birt er í Þjóðsögum Jóns Árnasonar frá 1862.
— JÓLASVEINAR —JÓLIN — BJÚGU — ÞJÓÐSÖGUR —
.
Bjúgnakrækir var fimur að klifra og sat gjarnan upp í ráfri eldhúsa og graðgaði í sig bjúgu.
Um hann kvað Jóhannes úr Kötlum:
Níundi var Bjúgnakrækir,
brögðóttur og snar.
Hann hentist upp í rjáfrin
og hnuplaði þar.
Á eldhúsbita sat hann
í sóti og reyk
og át þar hangið bjúga,
sem engan sveik.
Af WIKIPEDIA
— JÓLIN —
Í gær kom SKYRGÁMUR og á morgun kemur GLUGGAGÆGIR.
–
–