Nútella frá grunni – án viðbætts sykurs

Nútella frá grunni - án viðbætts sykurs sykurlaust nutella heimagert nutella uppskrift heslihnetur
Nútella frá grunni – án viðbætts sykurs

Nútella frá grunni

Það er frekar einfalt að gera nútella frá grunni, hollt og gott og það besta: án viðbætts sykurs.

NUTELLAHESLIHNETURDÖÐLUR

.

Nútella frá grunni

300 g heslihnetur

220 g steinlausar mjúkar döðlur

sjóðandi heitt vatn

45 g kakó (án sykurs) – um 1/2 bolli

1/3 tsk salt

Látið döðlurnar í skál og hellið sjóðandi heitu vatni yfir, látið standa í 10 mín. Brúnið heslihneturnar við 180° C í ofni, setjið heitar inn í þurrkustykki og nuddið hýðið af með því að velta þeim fram og til baka inn í þurrkustykkinu. Setjið hneturnar í matvinnsluvél ásamt döðlum (og um 120 ml af vatninu með), kakói og salti. Maukið vel.

Heslihnetur eru fullar af vítamínum, steinefnum, andoxunarefnum og hollri fitu.

.

— NÚTELLA FRÁ GRUNNI —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.

Fyrri færsla
Næsta færsla