Nútella frá grunni – án viðbætts sykurs

Nútella frá grunni - án viðbætts sykurs sykurlaust nutella heimagert nutella uppskrift heslihnetur
Nútella frá grunni – án viðbætts sykurs

Nútella frá grunni

Það er frekar einfalt að gera nútella frá grunni, hollt og gott og það besta: án viðbætts sykurs.

NUTELLAHESLIHNETURDÖÐLUR

.

Nútella frá grunni

300 g heslihnetur

220 g steinlausar mjúkar döðlur

sjóðandi heitt vatn

45 g kakó (án sykurs) – um 1/2 bolli

1/3 tsk salt

Látið döðlurnar í skál og hellið sjóðandi heitu vatni yfir, látið standa í 10 mín. Brúnið heslihneturnar við 180° C í ofni, setjið heitar inn í þurrkustykki og nuddið hýðið af með því að velta þeim fram og til baka inn í þurrkustykkinu. Setjið hneturnar í matvinnsluvél ásamt döðlum (og um 120 ml af vatninu með), kakói og salti. Maukið vel.

Heslihnetur eru fullar af vítamínum, steinefnum, andoxunarefnum og hollri fitu.

.

— NÚTELLA FRÁ GRUNNI —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Marokkóskir snjóboltar

Marokkóskir snjóboltar IMG_2006Marokkóskir snjóboltar IMG_1987

Marokkóskir snjóboltar. Andrea vinkona mín í mötuneyti Listaháskólans galdraði fram þessar bollur sem runnu ljúflega niður með góðum kaffisopa. Annars munu snjóboltarnir vera vinsæll eftirréttur í Marokkó.

Vinkvennakaffi Alberts

Vinkvennakaffi Alberts. Þær eru ólíkar hefðirnar svo ekki sé nú meira sagt. Allt frá því ég stofnaði og rak safnið um franska sjómenn og kaffihús í Templaranum á Fáskrúðsfirði var nokkrum góðum vinkonum boðið í síðdegiskaffi þegar ég kom aftur til borgarinnar að afloknu sumri. Þessi siður hefur nú haldist í tæp tuttugu ár. Núna er ég kominn til borgarinnar eftir blíðskapar sumar í Breiðdalnum og hélt hið árlegta vinkvennakaffi á dögunum. Hingað mættu prúðbúnar, sumarlegar dömur sem byrjuðu á því að skála í freyðivíni áður en þær settust við kaffiborðið.

Bolludagsbollur – vatnsdeigsbollur

 

 

 

Vatnsdeigsbollur.Tvær ólíkar fyllingar í vatnsdeigsbollur. Kannski hljómar framandi að blanda saman rjóma, kókosbollum og brómberjum en trúið mér; útkoman er stórfín. Í hinum bollunum er Royal búðingi blandað saman við rjóma sem er hafður á milli ásamt hráu marsipani og bláberjasultu.

Fyrri færsla
Næsta færsla