Auglýsing
Nútella frá grunni - án viðbætts sykurs sykurlaust nutella heimagert nutella uppskrift heslihnetur
Nútella frá grunni – án viðbætts sykurs

Nútella frá grunni

Það er frekar einfalt að gera nútella frá grunni, hollt og gott og það besta: án viðbætts sykurs.

NUTELLAHESLIHNETURDÖÐLUR

.

Nútella frá grunni

300 g heslihnetur

220 g steinlausar mjúkar döðlur

sjóðandi heitt vatn

45 g kakó (án sykurs) – um 1/2 bolli

1/3 tsk salt

Látið döðlurnar í skál og hellið sjóðandi heitu vatni yfir, látið standa í 10 mín. Brúnið heslihneturnar við 180° C í ofni, setjið heitar inn í þurrkustykki og nuddið hýðið af með því að velta þeim fram og til baka inn í þurrkustykkinu. Setjið hneturnar í matvinnsluvél ásamt döðlum (og um 120 ml af vatninu með), kakói og salti. Maukið vel.

Heslihnetur eru fullar af vítamínum, steinefnum, andoxunarefnum og hollri fitu.

.

— NÚTELLA FRÁ GRUNNI —

.

Auglýsing