Möndlu- og pistasíukaka með sítrónukremi

Möndlu- og pistasíukaka með sítrónukremi
Möndlu- og pistasíukaka með sítrónukremi

Sérlega góð kaka.

MÖNDLURPISTASÍUR

.

Möndlu- og pistasíukaka með sítrónukremi

3 egg
1/2 b sykur
100 g mjúkt smjör
1 dl ólífuolía
1 tsk vanilla
1 tsk lyftiduft
1/2 tsk salt
börkur af einni sítrónu
safi úr 1/2 sítrónu
4 msk hveiti
1 dl möndlur, saxaðar gróft
1 dl pistasíur, saxaðar gróft

Þeytið saman egg og sykur þangað til blandan verður ljós, bætið öllum hráefnunum saman við. Hellið deiginu í smurt ílangt form og vakið við 160°C í um 50 mín.

ofan á:
sítróna
pistasíur
sykur
salt

Rífið sítrónubörk gróft og kreistið safann. Skerið pistasíur í helminga. Setjið sykur og sírónusafa í pott og sjóðið þangað til það er orðið að sírópi. Bætið berkinum við og loks pistasíunum og hellið yfir kökuna.

Möndlu- og pistasíukaka með sítrónukremi
Möndlu- og pistasíukaka

.

MÖNDLURPISTASÍUR

— MÖNDLU- OG PISTASÍUKAKA MEÐ SÍTRÓNUKREMI —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Lauk- og ansjósubaka – Pissaladiére

Lauk- og ansjósubaka

Lauk- og ansjósubaka frá Nice – pissaladiére. Þeir sem eru hrifnir af ansjósum elska þessa böku. Til að fá enn meira ansjósubragð er kjörið að nota olíuna af þeim líka. Fallegast þykir að raða ansjósunum þannig að þær myndi tígla og setja tómatana inní þá og ólífurnar ofan á

Matarborgin Prag

Matarborgin Prag. Eitt af því skemmtilegasta sem ég veit er að prófa nýja rétti og bragða fjölbreyttan mat í ólíkum löndum. Eftir ævintýralega skemmtilega ferð til Búdapest vorum við beðnir af Heimsferðum að fara í nokkrar borgarferðir og leggja áherslu á það besta í mat sem hver borg hefur uppá að bjóða.

Tékkar eru meðal annars frægir fyrir bjór, við gerðum hins vegar tékkneskum mat skil og nutum frá morgni til kvölds.  Nútímafólk fylgist með hinum ýmsum síðum á netinu þar sem gestir skrá athugasemdir sínar og gefa veitingastöðum og kaffihúsum stjörnur, einkunnir eða umsagnir. Þetta er góð aðferð því daglega breytast einkunnir og annað eftir því sem fleiri skrifa færslur.