Auglýsing
Möndlu- og pistasíukaka með sítrónukremi
Möndlu- og pistasíukaka með sítrónukremi

Sérlega góð kaka.

MÖNDLURPISTASÍUR

Möndlu- og pistasíukaka með sítrónukremi

3 egg
1/2 b sykur
100 g mjúkt smjör
1 dl ólífuolía
1 tsk vanilla
1 tsk lyftiduft
1/2 tsk salt
börkur af einni sítrónu
safi úr 1/2 sítrónu
4 msk hveiti
1 dl möndlur, saxaðar gróft
1 dl pistasíur, saxaðar gróft

Þeytið saman egg og sykur þangað til blandan verður ljós, bætið öllum hráefnunum saman við. Hellið deiginu í smurt ílangt form og vakið við 160°C í um 50 mín.

ofan á:
sítróna
pistasíur
sykur
salt

Rífið sítrónubörk gróft og kreistið safann. Skerið pistasíur í helminga. Setjið sykur og sírónusafa í pott og sjóðið þangað til það er orðið að sírópi. Bætið berkinum við og loks pistasíunum og hellið yfir kökuna.

Möndlu- og pistasíukaka með sítrónukremi
Möndlu- og pistasíukaka

.

— MÖNDLU- OG PISTASÍUKAKA MEÐ SÍTRÓNUKREMI —

.

Auglýsing