Auglýsing
Kókospanna-cotta með mangó og ástríðualdin Frá vinstri: Sigdís Þóra Sigþórsdóttir, Harpa Björgvinsdóttir, Hjördís Ósk Hjartardóttir, Árdís Hulda Eiríksdóttir, Kristín Þóra Benediktsdóttir, Eyrún Pétursdóttir, Hrönn Önundardóttir, Valgerður Bjarnadóttir, Rakel Einarsdóttir, Laufey Sigrún Sigmarsdóttir, Guðrún Zoega, Hrönn Benediktsdóttir ÁRDÍS HULDA HRAFNISTA PANNA COTTA PANNACOTTA MANGO
Kókospanna-cotta með mangó og ástríðualdin.

Kókospanna-cotta með mangó og ástríðualdin

Árdís bauð nokkrum samstarfskonum sínum á Hrafnistu í sumarboð og í eftirrétt var þessi girnilegi eftirréttur.
.
.

Kókospanna-cotta með mangó og ástríðualdin (fyrir 4).

1 dós/ferna þykk kókosmjólk
¾ bolli rjómi
¼ bolli sykur
½ vanillustöng, skafa fræin úr
2 bl matarlím – sett í kalt vatn

Allt nema matarlím sett í pott, hitað upp að suðu (má ekki sjóða) tekið af hellunni og matarlím sett út í, látið kólna og setja þá í skálar – sett í ísskáp og látið kólna.

Auglýsing

Yfir
2 dl frosið mangó sett í pott, ásamt 2 msk sykri. Soðið í ca 10 mín, sett í blender.
2 bl matarlím sett í kalt vatn.
1 passion fruit – ástríðualdin
Safi úr ½ appelsínu
Mangómaukið hitað aftur, passion fruit og appelsínusafi sett út í, ásamt matarlímið. Kælt. Sett yfir búðinginn.

Frá vinstri: Sigdís Þóra Sigþórsdóttir, Harpa Björgvinsdóttir, Hjördís Ósk Hjartardóttir, Árdís Hulda Eiríksdóttir, Kristín Þóra Benediktsdóttir, Eyrún Pétursdóttir, Hrönn Önundardóttir, Valgerður Bjarnadóttir, Rakel Einarsdóttir, Laufey Sigrún Sigmarsdóttir, Guðrún Zoega, Hrönn Benediktsdóttir

.

ÁRDÍS HULDAPANNA COTTASUMARBOÐIÐ

— KÓKOSPANNA-COTTA MEÐ MANGÓ OG ÁSTARALDIN —

.