Kókospanna-cotta með mangó og ástríðualdin

Kókospanna-cotta með mangó og ástríðualdin Frá vinstri: Sigdís Þóra Sigþórsdóttir, Harpa Björgvinsdóttir, Hjördís Ósk Hjartardóttir, Árdís Hulda Eiríksdóttir, Kristín Þóra Benediktsdóttir, Eyrún Pétursdóttir, Hrönn Önundardóttir, Valgerður Bjarnadóttir, Rakel Einarsdóttir, Laufey Sigrún Sigmarsdóttir, Guðrún Zoega, Hrönn Benediktsdóttir ÁRDÍS HULDA HRAFNISTA PANNA COTTA PANNACOTTA MANGO
Kókospanna-cotta með mangó og ástríðualdin.

Kókospanna-cotta með mangó og ástríðualdin

Árdís bauð nokkrum samstarfskonum sínum á Hrafnistu í sumarboð og í eftirrétt var þessi girnilegi eftirréttur.
.
.

Kókospanna-cotta með mangó og ástríðualdin (fyrir 4).

1 dós/ferna þykk kókosmjólk
¾ bolli rjómi
¼ bolli sykur
½ vanillustöng, skafa fræin úr
2 bl matarlím – sett í kalt vatn

Allt nema matarlím sett í pott, hitað upp að suðu (má ekki sjóða) tekið af hellunni og matarlím sett út í, látið kólna og setja þá í skálar – sett í ísskáp og látið kólna.

Yfir
2 dl frosið mangó sett í pott, ásamt 2 msk sykri. Soðið í ca 10 mín, sett í blender.
2 bl matarlím sett í kalt vatn.
1 passion fruit – ástríðualdin
Safi úr ½ appelsínu
Mangómaukið hitað aftur, passion fruit og appelsínusafi sett út í, ásamt matarlímið. Kælt. Sett yfir búðinginn.

Frá vinstri: Sigdís Þóra Sigþórsdóttir, Harpa Björgvinsdóttir, Hjördís Ósk Hjartardóttir, Árdís Hulda Eiríksdóttir, Kristín Þóra Benediktsdóttir, Eyrún Pétursdóttir, Hrönn Önundardóttir, Valgerður Bjarnadóttir, Rakel Einarsdóttir, Laufey Sigrún Sigmarsdóttir, Guðrún Zoega, Hrönn Benediktsdóttir

.

ÁRDÍS HULDAPANNA COTTASUMARBOÐIÐ

— KÓKOSPANNA-COTTA MEÐ MANGÓ OG ÁSTARALDIN —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Flóran, café bistró

  Flóran 

Flóran, café bistró í Grasagarðinum. Margt hef ég lært af Marentzu Paulsen í gegnum árin, en leiðir okkar lágu saman fyrst við opnun kaffihúss á Egilsstöðum fyrir rúmlega tuttugu árum. Eitthvað gekk mér illa að muna nafnið hennar, en þá sagði hún glaðlega: Hugsaðu bara um marengstertu, þá geturðu ekki gleymt nafninu!

Rabbar barinn – Hlemmur mathöll

Rabbar-barinn á Hlemmi mathöll. Bryndís Sveinsdóttir eigandi tók á móti mér með brosi á vör. Á hverjum morgni fær hún ferskt grænmeti frá íslenskum bændum. Hjá henni er hægt að fá þrjár tegundir af súpum daglega sem framreiddar eru í umhverfisvænum umbúðum. Auk þess er boðið upp á undurgóðar grillaðar humarsamlokur með basildress­ingu, bei­koni og græn­meti. Dásemd samlokanna spyrst hratt út og þann stutta tíma sem ég staldraði við á Rabbar-barnum komu tveir eða þrír starfsmenn í húsinu til að fá samlokurnar góðu.

Ferskjusúpa – ferskju-grænmetis-kjúklingasúpa

Ferskjusúpa. Jón kunningi okkar benti okkur á dásamlega góða ferskju/grænmetis/kjúklingasúpu. Frekar spes - en súpan stendur fyllilega undir væntingum. VIBBA-góð sagði ein í vinnunni, súpunni til hróss