Vínarbrauð Ríkeyjar

gamaldags Vínarbrauð Ríkeyjar Á giftingardegi Jóhönnu Ríkeyjar og Ólafs Níelsar. F.v. Melkorka Diljá, Elmar Jóel, Jóhanna Ríkey, Ólafur Níels og Bríet Guðrún vínarbrauðslengja kanilsykur kanill döðlur möndluflögur
Vínarbrauð Ríkeyjar

Vínarbrauð

Jóhanna Ríkey á Fáskrúðsfirði bakaði vínarbrauð og setti mynd á netið. Ég fékk vatn í munninn og hún tók vel í að deila uppskrifinni.

VÍNARBRAUÐFÁSKRÚÐSFJÖRÐURKAFFIMEÐLÆTI

Vínarbrauð Ríkeyjar

1kg hveiti
400 gr sykur
500 gr smjör
2 stk egg
4 tsk lyftiduft
1 dl mjólk
Hnoðað saman og kælt vel, þannig finnst mér best að gera þetta,
læt jafnvel standa í ísskáp í sólarhring…😉

Döðlumauk
2 bollar döðlur
2 ½-3 bollar vatn
1 msk smjör
Allt sett í pott og látið malla rólega þar til þetta verður mauk.
þetta er bara slumpað hjá mér þar sem ég er að laga uppskriftina að
mínu skapi, þið þurfið kannski aðeins að finna ykkur til með þykktina,
betra að hafa þetta þykkt.

Ofaná
Brætt smjör
Kanilsykur
Möndluflögur

A lokum eru vínarbrauðin pensluð vel með smjörinu og möndluflögum stráð öðru megin
Og kanilsykri hinumegin….eða eins og ykkur lystir.. 😊

Ég fer nú ekkert frekar útí hvernig ég flet þetta út, hver hefur sitt lag á því nema að muna að hafa nóg hveiti undir svo þetta klístrist ekki allt við.
Þetta baka ég svo við 200°C í 15-20 mín.

Á giftingardegi Jóhönnu Ríkeyjar og Ólafs Níelsar. F.v. Melkorka Diljá, Elmar Jóel, Jóhanna Ríkey, Ólafur Níels og Bríet Guðrún fyrir framan þau.

.

VÍNARBRAUÐFÁSKRÚÐSFJÖRÐURKAFFIMEÐLÆTI

— VÍNARBRAUÐ RÍKEYJAR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Ávaxtakaka með kanil og súkkulaði

Ávaxtakaka með kanil og súkkulaði.  Þessi kaka er full af ávöxtum og hollustu. Næst þegar ég baka hana geri ég ráð fyrir að kakan verði bökuð í tveimur jólakökuformum - held það komi betur út. Ef fólk vill má alveg minnka það sem er ofan á.

Vorkaffi Fáskrúðsfirðingafélagsins

Vorkaffi Fáskrúðsfirðingafélagsins. Það er eitthvað notalegt við að vera í átthagafélagi. Því miður eiga þau mörg undir högg að sækja með breyttu landslagi í stafrænni tækin, greiðari og auknum ferðalögum, aukinni afþreyjingu og ýmsu fleiri. Það að vera í átthagafélagi fær fólk til að hugsa hlýlega til heimahaganna og svo eru stundum kaffisamkomur eins og hjá Fáskrúðsfirðingafélaginu í dag.

Eggjahvítukökur

Eggjahvítukökur

Eggjahvítukökur. Þegar ég tók saman listann fyrir vinsælustu smákökurnar gerði ég mér grein fyrir, mér til mikillar undrunar, að uppáhaldssmákökurnar mínar hafa aldrei birst á þessari síðu. Það var nú þannig í minni barnæsku, þegar búið var að baka tíu eða fimmtán tegundir til jólanna, þá rýrnaði innihaldið í sumum kökudunkunum.... Ég játa það hér og nú að það var ég sem var valdur af því að eggjahvítukökurnar voru stundum búnar þegar jólin loks runnu upp. Það var samt vinsælast að laumast í kornflexkökurnar. Mamma sá við okkur og útbjó þær að kvöldi Þorláksmessu :)

Gulrótaterta – raw

Gultótaterta. Það er kjörið að prófa nýtt kaffimeðlæti þegar gesti ber að garði. Á sunnudaginn komu hingað nokkrar skvísur í kaffi. Skellti í gulrótatertu sem lukkaðist mjög vel og var borðuð upp til agna....