Tvöþúsund færslur – takk fyrir

Alberteldar.com  alberteldar.is albert eldar albert eiríksson matarblogg vinsæl matarbloggsíða
Alberteldar.com

Á þeim tæpu níu árum sem alberteldar matarbloggið hefur verið í loftinu hafa birst þar 1999 færslur. Færsla númer 2000 birtist á morgun og fjallar um eina mestu matarveislu sem haldin hefur verið á Íslandi. Áfram veginn – takk fyrir samfylgdina.

Vinsælustu færslurnar frá upphafi: 1. sæti 2. sæti3. sæti4. sæti og 5. sæti

Hátt í tíu milljón innlit á síðuna frá upphafi og mest fóru inn á hana rúmlega 25 þúsund á einum degi

— TVÖÞÚSUND FÆRSLUR – TAKK FYRIR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Fjaran á Húsavík

Fjaran

Fjaran á Húsavík. Á ferðalagi okkar um Norðurland var borðað á nýjum veitingastað á Húsavík. Tveir ungir menn gengu um beina og stjönuðu við okkur - þeir voru með augu á hverjum fingri, eins og sagt er um þægilegt framreiðslufólk með þjónustulund. Maturinn var einstaklega góður, við fengum sætkartöflusúpu í forrétt og steikta bleikju með byggottói, steiktu fenneli og hollandaise sósu. Fallegur staður sem mæla má með.

Matarboð, fyrirlestur og fjör í Grundarfirði

Matarboð, fyrirlestur og fjör í Grundarfirði. Nýlokið er í Grundarfirði tíu daga bæjarbúahátið sem kallast Rökkurdagar, þá gera Grundfirðingar sér glaðan dag. Það kemur víst engum á óvart að harðduglegar kvenfélagskonur í bænum láta sitt ekki eftir liggja núna frekar en oft áður. Samfélagsábyrgð þeirra og ástundun er til fyrirmyndar. Síðasta vetur vorum við Bergþór með fyrirlestur hjá þeim um borðsiði, kurteisi og fleira skemmtilegt og núna fórum við Elísabet næringarfræðingurinn minn vestur og spjölluðum við konurnar í Samkomuhúsinu um mat, mikil áhrif matar á líkamann og margt fleira þessu tengt. Einstaklega líflegar umræður sköpuðust og margt bar á góma allt frá megrunarkaramellum til orkudrykkja

Glæsilegt matarboð Svanhvítar Valgeirsdóttur í Brussel

Svanhvít Valgeirsdóttir myndlistarkona og förðunarmeistari býr í Brussel ásamt eiginmanni sínum Peter Rittweger sem vinnur hjá þýska sendiráðinu. þau hafa verið þar í næstum 5 ár og verða þar í 2 ár í viðbót. Vegna atvinnu Peters flytja þau með reglulegu millibili á milli landa. Enn Svanhvít er með vinnustofu heima hjá sér þar sem hún vinnur að myndlistinni.

Sítróna og matarsódi: 10 000 sinnum öflugari áhrif en lyfjameðferð gegn krabbameini?

Sítrónur og matarsódi gegn krabbameini. Greinin birtist á spegill.is

Hefur sítróna og matarsódi blandað saman, 10 000 sinnum öflugari áhrif en lyfjameðferð gegn krabbameini? 

Ef það er staðreynd, hvers vegna er þá þeirri staðreynd haldið leyndri?