Chiagrautur með bláberjum og kanil
Það er auðvelt og fljótlegt að útbúa chiagraut. Grunnurinn er alltaf sá sami: chiafræ, vökvi og bragðefni. Grauturinn getur verið morgunverður, millimál eða þá eftirréttur og bæta þá við ávöxtum. Það er upplagt að útbúa graut að kvöldi og þá er tilbúinn morgunmatur að morgni.
— CHIA — BLÁBER — MORGUNMATUR —
.
Chiagrautur með bláberjum og kanil
1-2 msk. chiafræ
1/2 – 3/4 bolli vatn
1-2 msk. grískt jógúrt (Bio bú eða Örnu),
2 msk. rjómi
3-4 msk. bláber
1/2 tsk kanill
Má bragðbæta enn frekar með kakói, salti og hunangi.
Blandið chiafræjum og vatninu. Bætið öðrum hráefnunum saman við. Látið standa í 20 í mín í ísskáp eða yfir nótt.
.
— CHIA — BLÁBER — MORGUNMATUR —
— CHIAGRAUTUR MEÐ BLÁBERJUM OG KANIL —
.