Chiagrautur með bláberjum og kanil

Chiagrautur með bláberjum og kanil  chia bláber morgunmatur einfaldur fljótlegur kanill
Chiagrautur með bláberjum og kanil

Chiagrautur með bláberjum og kanil

Það er auðvelt og fljótlegt að útbúa chiagraut. Grunnurinn er alltaf sá sami: chiafræ, vökvi og bragðefni. Grauturinn getur verið morgunverður, millimál eða þá eftirréttur og bæta þá við ávöxtum. Það er upplagt að útbúa graut að kvöldi og þá er tilbúinn morgunmatur að morgni.

CHIABLÁBERMORGUNMATUR

.

Chiagrautur með bláberjum og kanil

2 msk. chiafræ
1/2 – 3/4 bolli vatn
1-2 msk. grískt jógúrt (Bio bú eða Örnu),
2 msk. rjómi
3-4 msk. bláber
1/2 tsk kanill
Má bragðbæta enn frekar með kakói, salti og hunangi.

Blandið chiafræjum og vatninu. Bætið öðrum hráefnunum saman við. Látið standa í 20 í mín í ísskáp eða yfir nótt.

.

CHIABLÁBERMORGUNMATUR

— CHIAGRAUTUR MEÐ BLÁBERJUM OG KANIL —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hnetubaka

HnetubakaTertur

Hnetubaka. Halldóra systir mín bauð Sætabrauðsdrengjunum í kaffi og með því. Eins og þeir sem hana þekkja vita hefur hún mjög lítið fyrir því að slá í eina og eina tertu eða annað matarkyns. Baka með salthnetum bragðast mjög vel og var borðuð upp til agna eins og annað sem fyrir þá drengi var borið

Appelsínukaka með súkkulaðikremi

 

 

 

Appelsinukaka. Bogga frænka mín á Núpi bakaði þessa undurgóðu Appelsínuköku og bauð í kaffi. Ömmustelpan hennar Helena Draumey plokkaði kremið ofan af tertunni og borðaði af mikilli áfergju #auðvitaðsegjaömmurekkertþegarbarnabörninborðabarakremiðaftertum

Fyrri færsla
Næsta færsla