Chiagrautur með bláberjum og kanil

Chiagrautur með bláberjum og kanil  chia bláber morgunmatur einfaldur fljótlegur kanill
Chiagrautur með bláberjum og kanil

Chiagrautur með bláberjum og kanil

Það er auðvelt og fljótlegt að útbúa chiagraut. Grunnurinn er alltaf sá sami: chiafræ, vökvi og bragðefni. Grauturinn getur verið morgunverður, millimál eða þá eftirréttur og bæta þá við ávöxtum. Það er upplagt að útbúa graut að kvöldi og þá er tilbúinn morgunmatur að morgni.

CHIABLÁBERMORGUNMATUR

.

Chiagrautur með bláberjum og kanil

1-2 msk. chiafræ
1/2 – 3/4 bolli vatn
1-2 msk. grískt jógúrt (Bio bú eða Örnu),
2 msk. rjómi
3-4 msk. bláber
1/2 tsk kanill
Má bragðbæta enn frekar með kakói, salti og hunangi.

Blandið chiafræjum og vatninu. Bætið öðrum hráefnunum saman við. Látið standa í 20 í mín í ísskáp eða yfir nótt.

.

CHIABLÁBERMORGUNMATUR

— CHIAGRAUTUR MEÐ BLÁBERJUM OG KANIL —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.

Fyrri færsla
Næsta færsla