Marmarakaka

Marmarakaka HULDA STEINSDÓTTIR formkaka kaka í formi kaffibrauð vinsælt kaffibrauð íslenskt kaffimeðlæti bolungavík bolungarvík brimnes fáskrúðsfjörður  birna hjaltalín
Marmarakaka. Myndin er tekin í kaffiboði hjá Birnu Hjaltalín vinkonu minni í Bolungarvík.

Marmarakaka

Formkökur eru fínasta kaffimeðlæti og klassískt, ein af mörgum uppáhaldskökum úr barnæsku eru marmarakaka. Uppskriftin frá mömmu.

JÓLAKAKAKRYDDBRAUÐKAFFIMEÐLÆTIÁVAXTAKÖKURKAKÓMÖMMUUPPSKRIFTIRBOLUNGAVÍK

.

Marmarakaka

200 g smjör

1 1/3 dl sykur

3 egg

2 dl hveiti

1 1/2 dl kartöflumjöl

1 tsk lyftiduft

2 msk kakó

Hrærið vel saman smjör og sykur. Bætið út í einu eggi í senn og hrærið á milli. Setjið hveiti, kartöflumjöli og lyftiduft saman við og blandið saman við.

Takið frá 1/3 af deiginu og blandið kakóinu saman við það.

Látið deigið í form, kakódeigið þar ofan á og blandið lítið eitt saman með gaffli (alls ekki of mikið).
Bakið við 175°C í 50-60 mín.

.

JÓLAKAKAKRYDDBRAUÐKAFFIMEÐLÆTIÁVAXTAKÖKURKAKÓMÖMMUUPPSKRIFTIR

— MARMARAKAKA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Nýr maður eftir þrjár vikur á Clean Gut fæði frá Lukku á Happi

Nýr maður eftir þrjár vikur á Clean Gut fæði frá Lukku á Happi. Matarvegir okkar Betu næringarfræðings liggja víða. Núna var ég að ljúka þriðju vikunni á svokölluðu Clean Gut(hreinu fæði+16.8). Það er ekki ofsögum sagt að ég er eins og nýr maður eftir vikurnar á hollustufæði frá Lukku á Happi.

Við byrjuðum á að sitja fund með Lukku sem kom með hugmyndina að hreina fæðinu í þrjár vikur og 16:8 föstunni sem gengur út á að borða í 8 tíma og fasta í sextán. Bæði maturinn og þessi tegund af föstu hentuðu mér mjög vel.

Omnom – íslensk súkkulaðigerð og súkkulaðiskóli

Omnom

Omnom - íslensk súkkulaðigerð og súkkulaðiskóli Það er vinsælt að fara í súkkulaðikynningu í Omnom. Það er áhugavert fyrir súkkulaðinörda og líka venjulegt fólk. Þar er lögð svo mikil alúð í framleiðsluna að líkja má því við nostur afburða rauðvínsframleiðenda

Brauðsúpa – rúgbrauðssúpa

Rúgbrauðssúpa

Brauðsúpa - rúgbrauðssúpa. Uppáhaldssúpur mínar á bernskuárunum voru lúðusúpa og rúgbrauðssúpa. Til að rifja upp sæluminningar tengdar rúgbrauðssúpunni fékk ég uppskriftina hjá mömmu og er hún hér lítillega breytt.

Eggjalausar lummur

Eggjalausar lummur. Dásamlegt að fá nýsteiktar lummur á sunnudagsmorgni, já eða bara með síðdegiskaffinu. Þessar eru eggjalausar, í staðinn fyrir egg eru hörfræ.