Mæjónes
Gaman að spreyta sig á mæjónesgerð og ekki svo flókið. Best er að nota góða ólífuolíu og hafa eggjarauðurnar við stofuhita (eldhúshita). Ágætt að hafa í huga að ólífuolía er bragðmeiri en ýmsar aðrar olíur. Síðan verður að hella olíunni í hægt í mjórri bunu saman við rauðurnar og hafa hrærivélina á hæstu stillingu.
.
— MÆJÓNES — SALÖT — BRAUÐTERTUR —
.
Mæjónes
2 eggjarauður
1/3 tsk Dijon sinnep
2 dl (virgin)ólífuolía eða bragðlítil matarolía
1 tsk sítrónusafi
1 msk edik
salt (og pipar).
Setjið eggarauður í matvinnsluvél, hellið olíunni smám saman út og hafið vélina í gangi allan tímann. Bætið við sinnepi, sítrónusafa, ediki og bragðbætið með salti (og pipar).
.
— MÆJÓNES — SALÖT — BRAUÐTERTUR —
.