Mæjónesið

Mæjónesið mæjónes majones
Það er auðvelt að útbúa gott mæjónes

Mæjónes

Gaman að spreyta sig á mæjónesgerð og ekki svo flókið. Best er að nota góða ólífuolíu og hafa eggjarauðurnar við stofuhita (eldhúshita). Ágætt að hafa í huga að ólífuolía er bragðmeiri en ýmsar aðrar olíur. Síðan verður að hella olíunni í hægt í mjórri bunu saman við rauðurnar og hafa hrærivélina á hæstu stillingu.

.

MÆJÓNESSALÖTBRAUÐTERTUR

.

Mæjónes

2 eggjarauður
1/3 tsk Dijon sinnep
2 dl (virgin)ólífuolía eða bragðlítil matarolía
1 tsk sítrónusafi
1 msk edik
salt (og pipar).

Setjið eggarauður í matvinnsluvél, hellið olíunni smám saman út og hafið vélina í gangi allan tímann. Bætið við sinnepi, sítrónusafa, ediki og bragðbætið með salti (og pipar).

.

MÆJÓNESSALÖTBRAUÐTERTUR

— MÆJÓNESIÐ –

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

RAW KAKÓ er með bestu magnesíumgjöfum sem finnast

RAW KAKÓ er með bestu magnesíumgjöfum sem finnast, en marga vantar þetta mikilvæga steinefni. Á síðustu öld minnkaði magnesíumneyslu um allt að 50% og það er áætlað að aðeins hjá fimmtungi íbúa vesturlanda sé magnesíumforðinn í lagi. Skortur á magnesíum kemur fram í mögum sjúkdómum, svo sem beinþynningu og veikburða beinum/tönnum, hjartasjúkdómum, mígreni, vöðvakrampar, sársaukafullum tíðablæðingum, og jafnvel sykursýki. Úr 100 grömmum af hráu kakói fáum við 550 mg af magnesíum.

Blóðnasir hættu eftir að mataræði var tekið í gegn

Blóðnasir

BLÓÐNASIR. Allar götur síðan ég man eftir mér hef ég fengið blóðnasir að minnsta tilefni. Mjög oft hefur verið brennt fyrir en ekkert breyttist við það. U.þ.b. þremur vikum eftir að við gerðumst grænmetisætur hætti ég að fá blóðnasir og hef ekki fengið síðan.

Illt er að láta fólk bíða banhungrað sem kemur yfir fjallveg

Manni, sem kemur banhungraður yfir fjallveg, er hart að synja um matarbita, þó hann komi ekki einmitt matmálstímum og illt að láta hann bíða 2-3 klukkutíma eptir miðdegiskaffibollanum.

-Matreiðslubók fyrir fátæka og ríka eptir Jóninnu Sigurðardóttur - 1916