Umsagnir eftir námskeið

Námskeið albert elísabet beta reynis næringarfræðingur hollur matur allt er þegar þrennt er
Í lok námskeiðsins fengum við blóm frá þakklátum þátttakendum

Lifum og borðum betur – umsagnir eftir námskeið

Gaman að segja frá því að það er mikil ánægja og góður árangur. Það er ágætt að taka það skýrt fram að þetta er ekki megrunarnámskeið, heldur námskeið til betra lífs. Fólk borðar heiðarlegan alvöru mat eftir ákveðinni samsetningu og leysir nokkur heimaverkefni.

NÆSTA NÁMSKEIÐ: LIFUM OG BORÐUM BETUR

  • Í fjölmörg ár hef ég sofnað með bakflæði og vaknað með bakflæði en nú heyrir það sögunni til. Takk fyrir mig.
  • Þetta hefur verið ein sú besta áskorun sem við hjónin höfum tekist á hendur.
  • Maturinn er mjög fjölbreyttur og góður og samsetning sem okkur hefði ekki dottið í hug. Vinnan í eldhúsinu hefur aldrei verið eins skemmtileg.
  • Við fundum mjög fljótt breytingu á orku og líkamlegri líðan til hins betra.
  • Þetta bara magnað námskeið, ég er búin fá alveg ótrúlegan árangur og ég er óendalega þakklát fyrir. Meltingin er að komin í gott lag alla vega farið að virka daglega

🍏

  • Við erum óendanlega þakklát að hafa fengið tækifæri að taka þátt í þessu prógrammi. Þetta er komið til að vera.
  • Fyrsta vikan búin og gengur vel að fylgja fyrirmælum, hentar mér frábærlega að fá svona niður njörvað prógramm og maturinn mjög góður og þægilegur í framkvæmd.
  • Nú er kominn sunnudagur í fjórðu viku. Mér hefur gengið vel, er búin að missa rúm 6 kg. Öll rýmri í fötunum 🙂
  • Einfalt, þægilegt og frábærlega gott er ástæðan fyrir því að ég og sonur minn nutum þess að taka námskeiði alla leið og ná frábærum árangri í þyngdartapi og vera orkumeiri á sama. Takk kærlega fyrir okkur
  • Þegar ég byrja á námskeiðinu þá er blóðsykurinn mjög hár ég komin á lyf sem virðast ekki ná honum mikið niður og svo var blóðþrýstingurinn einng búin að hækka mikið og ég komin á tvennst konar lyf. Þarna fannst mér ég standa frammi fyrir því að ég þyrfti að taka þetta alvarlega og fá mér hjálp.

🍏

  • Takk fyrir handleiðsluna, komst ekki ein af stað aftur. Ég var greinilega komin langt ofan í streitu, depurð og óhóf í mat vegna allt of mikillar vinnu. Núna er ég full af orku.
  • Þessar 4 vikur gerðu svo miklu meira en ég hafði þorað að hugleiða, mjög fljótt fór ég að finna mikinn mun í liðum, en ég var þess fullviss að liðverkir og stirðleiki sem hrjáði mig væri aukaverkun af lyfjum sem ég þarf að taka eftir krabbameinsvesen, en já svo bara fór mér allri eitthvað að líða betur, fann að það var ég sem stjórnaði en ekki maturinn, sem var soldið nýtt fyrir mér, ég vandaði mig líka alveg ofsalega að standast allar freistingar og var stolt í hvert skipti, ég fór að fá þörfina fyrir að hreyfa mig, sem hefur ekki mikið gerst síðustu ár, og svo til að toppa þetta þá fóru 10 kíló af mér þannig að núna kemst baðvigtin mín ekki lengur í 100 á innan við 3 sek 🙂

🍏

  • Mér líður betur, orkan er meiri, liðverkir farnir, ég sef betur og er að mestu leyti hætt að þurfa að pissa á nóttinni.
  • Það sem námskeiðið hefur gert fyrir mig er alveg magnað. Ég er búin að losna við verki, vöðvabólgan að minnka ég get prjónað og sprett úr rúminu daginn eftir, orkan er orðin alveg mögnuð þarf ekki að leggja mig lengur, get bæði farið í vinnuna og göngutúra sama daginn. Meltingin að koma, ég finn oft fyrir mikilli gleði og hamingju upp úr þurru. Ekkert mál að fara á milli hæða heima.
    Það sem mér finnst líka svo gott það er kominn svo mikill friður í líkamann og hugann.

🍏

  • Í stuttu máli sagt er ég lukkuleg og kát með ykkur, námskeiðið, uppskriftirnar og sjálfa mig. Ég hlakka alltaf til mánudaganna þegar fundurinn með ykkur er. Mér finnst ég orkumeiri og það merki ég helst seinnipartinn og kvöldin, þ.e. ég er ekki eins þreytt þegar ég kem heim eftir langan vinnudag. Ég finn líka að bólga í fingrum á morgnana hefur minnkað eða bara alveg horfið. Í bónus hafa fokið 4,5 kg. Mig langar mjög mikið til að halda áfram og fá pepp og ráð frá ykkur.
  • Annars líður mér mjög vel á mataræðinu, er aldrei svöng og alltaf eldandi.
  • Alveg laus við liðverki sem voru til ama.
  • Bjúgur hefur minnkað og sést það vel á andliti og fótum og betri nætursvefn og dagsyfja er nánast horfin.

🍏

  • Ég hef átt það til að fá höfuðverki sem ég hef oft tengt við streitu og vöðvabólgu. Hef verið með mígreni frá því að ég var barn, og hafa oft fylgt því sjóntruflanir og svokölluð ára. Undanfarnar vikur hef ég ekki þurft að taka eina einustu töflu, sem mér þykir mjög gott. 
  • Þessar vikur hafa svo sannarlega verið lærdómsríkar og skemmtilegar.
  • Að hafa handrit fyrir hvern dag í mat og drykk er algjör lúxus og því gæti ég svo auðveldlega vanist.
  • Langar að hrósa ykkur fyrir frábært námskeið og Albert, matseðillinn er geggjaður! Maðurinn minn skilar kærri kveðju og óskar framhalds leiðbeininga með matseðil:) meira að segja strákarnir 16 og 18 eru hæstánægðir með matinn:)

🍏

  • Í byrjun árs var mér ráðlagt að hætta að taka Íbúfen því að það er mjög bólgumyndandi. Við ristilspeglun í lok síðasta árs, kom í ljós þarmabólga sem olli mér óþægindum  í marga mánuði. Ég er ekki frá því að sú bólga hafi hjaðnað með föstum og hvíldinni sem fylgir þeim. Val á hreinu mataræði skiptir greinilega sköpum.
  • Ég sef betur og finn ekki lengur til dagsþreytu sem gerðist oft um fjögur – fimm á daginn sem þýðir að ég er mun orkumeiri.
  • Á þessu námskeiði hef ég losnað við 6 kíló og öll líðan er mun betri, léttari í spori og finn að ég hef ekki þörf fyrir að stinga upp í mig góðgæti í tíma og ótíma.
  • Hef lært mjög mikið og hlakka ég til að raða rétt á diskinn minn í náinni framtíð. Ég mun halda áfram að fasta fram að hádegi í hið minnsta.
  • Ég vil þakka ykkur fyrir þetta frábæra námskeið og ég er svo glöð að hafa stokkið á vagninn með ykkur.

🍏

  • Ég er miklu orkumeiri og síðdegis-slenið horfið, er betri í liðum og finn mikinn mun á höndunum mínum. 
  • Lífsgæðin hafa aukist til muna. Ég kem til með að halda áfram og mæli svo mikið með þessari leið. Svo eru þið svo mikil yndi, takk fyrir það.
  • Ég var mjög ánægð með námskeiðið. Ég er með sykursýki 2 og hafði blóðsykurinn farið hækkandi hjá mér að undanförnu. Mér fannst maturinn góður, margar áhugaverðar uppskriftir og gott utanumhald. Ég sé fyrir mér að þær góðu venjur sem ég tileinkaði mér á námskeiðinu séu komnar til að vera. Blóðsykurinn hjá mér er orðinn betri eftir námskeiðið og nokkur kíló fuku í leiðinni.
  • Þetta er besta matarkerfi/prógramm sem ég hef verið á.
  • Beta og Albert fá TÍU PLÚS fyrir námskeiðið, matinn og utanumhaldið.
  • Maturinn er frábær og algjör lúxus að fá þetta svona fram sett og mesti munurinn er að ég er að skipuleggja mig fram í tímann, sem er tímasparandi og líka ódýrara þegar upp er staðið. Takk enn og aftur fyrir mig.

 

Við Beta Reynis næringarfræðingur byrjuðum með blóðsykursstjórnunarnámskeið fyrir nokkru. Gaman að segja frá því að það er mikil ánægja og góður árangur hjá þátttakendum. Við tökum það skýrt fram að þetta er ekki megrunarnámskeið, heldur námskeið til betra lífs. Fólk borðar heiðarlegan alvöru mat eftir ákveðinni samsetningu Betu sem hún hefur þróað síðustu ár með góðum árangri.

NÆSTA NÁMSKEIÐ: LIFUM OG BORÐUM BETUR

🤍

– UMSAGNIR EFTIR BLÓÐSYKURSSTJÓRNUNARNÁMSKEIÐ –

🍏

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.