Döðluterta með heitri karamellusósu

Döðlukaka með heitri karamellusósu karamellusósa þorláksmessa KARAMELLA heit sósa eftirréttur terta með kaffinu döðlur
Döðlukaka með heitri karamellusósu

Döðlukaka með heitri karamellusósu

„Þessi kaka er alltaf mjög vinsæl hér á heimilinu og ég geri hana mjög gjarnan hvort sem er í kaffiboði eða sem eftirrétt. Í mörg ár hef ég boðið upp á hana á Þorláksmessu fyrir gesti og gangandi“, segir Sigríður Júlía á Hjarðardal Ytri í Önundafirði er við vorum þar í mikilli veislu.

.

DÖÐLUTERTURÖNUNDARFJÖRÐURKARAMELLUÞORLÁKSMESSA

.

Döðlukaka með heitri karamellusósu

Kakan:
235 g döðlur (2 bollar)
1 tsk matarsódi
120 g mjúkt smjör
5 msk sykur
2 egg
3 dl hveiti
½ tsk salt
½ tsk vanilludropar
1 og 1/3 tsk lyftiduft.

Setjið döðlur í pott og látið vatn fljóta yfir. Látið suðuna koma upp, slökkvið á hitanum og látið döðlumaukið bíða í pottinum í 3 mín. Bætið matarsódanum saman við.

Þeytið smjör og sykur vel saman og bætið eggjunum í, einu í senn. Blandið síðan hveitinu, saltinu og vanilludropunum saman við. Bætið lyftiduftinu út í, ásamt ¼ bolla af döðlumaukinu og hrærið varlega í. Blandið að lokum afganginum af döðlumaukinu út í.

Smyrjið u.þ.b. 8 cm hátt lausbotna form, sem er 24 cm í þvermál, vel með smjöri og setjið deigið í það. Hitið ofninn í 180°C og bakið í 30–40 mínútur eða þar til miðjan er bökuð.

Hvolfið kökunni á tertudisk og berið hana fram volga eða kalda með sósunni og léttþeyttum rjóma. Einnig má skreyta kökuna með döðlum, jarðarberjum eða valhnetum.

Karamellusósan:
120 g smjör
115 g púðursykur (2 dl.)
½ tsk vanilludropar
¼ bolli rjómi

Setjið allt hráefnið saman í pott og látið suðuna koma upp.

Döðlukaka með heitri karamellusósu

.

DÖÐLUTERTURÖNUNDARFJÖRÐURKARAMELLUÞORLÁKSMESSA

— DÖÐLUKAKA MEÐ HEITRI KARAMELLUSÓSU —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.