
Heill kjúklingur í ofni
Kjúklingur í ofni er eitt það þægilegasta sem hægt er að hafa í matinn, en hvernig verður hann djúsí, djúsí, afsakið, meinti safaríkur?
Setja niðurskorna sítrónu inn í hann, það gefur raka (og ferskt bragð).
Renna smjöri undir skinnið.
Ekki hærri hita en 170°C. Hækka svo duglega undir lokin til að fá girnilegan lit.
— KJÚKLINGUR — KJÖT — SÍTRÓNUKJÚKLINGUR —

Heill kjúklingur í ofni
1 heill kjúklingur
1 sítróna
smjör
rósmarín
salt, pipar
olía
kartöflur
tímían
Setjið kjúklinginn í eldfast mót með loki. Skerið sítrónu í fernt og troðið henni inn í kjúklinginn. Skerið nokkrar sneiðar af köldu smjöri, farið undir skinnið með fingri fremst á bringu og rennið smjörinu inn undir.
Dreifið kryddi eftir smekk og góðri olíu yfir, t.d. rósmarín með salti og pipar.
Þetta má bíða í klukkutíma. Setjið í ofn við 170°C í rúman klukkutíma eftir stærð.
Tíminn er u.þ.b. þyngd í kílóum x 55. Þessi kjúklingur var t.d. 1,3 kg x 55 = 72 mínútur.
Takið lokið af þegar 20 mínútur eru eftir. Setjið kartöflur í bitum í fatið og dreifið salti, tímían og olíu yfir. Hækkið hitann í 200°C. Salat með eða annað meðlæti.
.
— KJÚKLINGUR — KJÖT — SÍTRÓNUKJÚKLINGUR —
.