Heill kjúklingur í ofni

Heill kjúklingur í ofni Heill ofnbakaður kjúklingur sítrónur kjúlli í ofni sítrónukjúlli sítrónukjúklingur
Heill ofnbakaður kjúklingur

Heill kjúklingur í ofni

Kjúklingur í ofni er eitt það þægilegasta sem hægt er að hafa í matinn, en hvernig verður hann djúsí, djúsí, afsakið, meinti safaríkur?

Setja niðurskorna sítrónu inn í hann, það gefur raka (og ferskt bragð).
Renna smjöri undir skinnið.
Ekki hærri hita en 170°C. Hækka svo duglega undir lokin til að fá girnilegan lit.

KJÚKLINGURKJÖTSÍTRÓNUKJÚKLINGUR

Heill kjúklingur fylltur með niðurskornum sítrónum og kalt smjör í sneiðum sett undir skinnið

Heill kjúklingur í ofni

1 heill kjúklingur
1 sítróna
smjör
rósmarín
salt, pipar
olía
kartöflur
tímían

Setjið kjúklinginn í eldfast mót með loki. Skerið sítrónu í fernt og troðið henni inn í kjúklinginn. Skerið nokkrar sneiðar af köldu smjöri, farið undir skinnið með fingri fremst á bringu og rennið smjörinu inn undir.

Dreifið kryddi eftir smekk og góðri olíu yfir, t.d. rósmarín með salti og pipar.

Þetta má bíða í klukkutíma. Setjið í ofn við 170°C í rúman klukkutíma eftir stærð.

Tíminn er u.þ.b. þyngd í kílóum x 55. Þessi kjúklingur var t.d. 1,3 kg x 55 = 72 mínútur.

Takið lokið af þegar 20 mínútur eru eftir. Setjið kartöflur í bitum í fatið og dreifið salti, tímían og olíu yfir. Hækkið hitann í 200°C. Salat með eða annað meðlæti.

.

KJÚKLINGURKJÖTSÍTRÓNUKJÚKLINGUR

— HEILL KJÚKLINGUR Í OFNI —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.