Bananamúffur með döðlum og súkkulaði

 

Banana- og döðlumuffins - glútenlaust
Bananamúffur með döðlum og súkkulaði – glútenlaust góðgæti

Bananamúffur með döðlum og súkkulaði. Enn eitt glútenlausa góðgætið frá Bjarneyju Ingibjörgu á Ísafirði.

— BJARNEY INGIBJÖRGMUFFINSÍSAFJÖRÐUR — GLÚTENLAUST —

Bananamúffur með döðlum og súkkulaði

3 þroskaðir bananar
1 b möndlumjólk
1/2 b hlynsíróp
1/4 b brætt smjör
1 tsk kanill
1 tsk matarsódi
1 tsk lyftiduft
1 tsk vanilla
1 b hafrar
1 1/2 b haframjöl sem sett er í matvinnsluvél svo úr verður fínt mjöl
15 döðlur eða 1/4 b súkkulaðidropar eða bæði.

Setjið stappaða banana og möndlumjólk í hrærivélaskál og blandið saman.
Bætið síðan hlynsírópi, bráðnu smjöri (látið það kólna aðeins áður en það er sett út í) kanil,vanillu, matarsóda og lyftiduft út í og hræðið saman. Svo er höfrum og haframjölinu bætt við. Hræra vel saman.
Klippið eða skerið döðlurnar í litla bita og bætið þeim út í. Ef þið viljið súkkulaði þá er því líka bætt út í.
Setjið í múffuform, bakið við 175˚C í 25 mín.
Gott er að láta múffurnar kólna aðeins áður en maður ræðst á þær og gúffar þær í sig annars verður helmingurinn af þeim eftir í múffuforminu og þá fer svo mikið til spillis 😀

Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir fær sér sítrónuostaköku

.

— BANANA- OG DÖÐLUMUFFINS —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Sesamostastangir

Sesamostastangir. Fyrir stórafmæli Signýjar á dögunum bað hún nokkra gesti að létta undir með því að koma með veitingar á kaffiborðið. Mjög gott fyrirkomulag og þægilegt. Það sem kallað hefur verið Pálínuboð. Kata Finnboga kom með sesamostastangir og stóran Brie ost með. Hún tók vel í að deila uppskriftinni og tók fram að stangirnar yrðu bestar með því að nota bragðmikinn ost í deigið.

Steiktur lax með pestói og ostaraspi

Lax sítróna pestó

Steiktur lax með pestói og ostaraspi. Það er góð hugmynd að safna saman brauðafgöngum og búa til úr þeim brauðrasp. Brauðið sem ég notaði í þennan rétt þurrkaði ég í bakaraofninum og malaði svo í matvinnsluvélinni.

Gulrótaterta – þessi getur bara ekki klikkað

Gulrótaterta

Gulrótaterta. Aldrei þreytist ég á að dásama hrátertur og annað hráfæði. Svei mér þá, ég held þær geti bara ekki klikkað. Ef þið hafið ekki nú þegar bragðað hrátertur skuluð þið drífa ykkur í eldhúsið og útbúa eina góða. Nú ef þið hafið bragðað hrátertu skuluð þið samt sem áður drífa ykkur í eldhúsið og útbúa eina góða :)