Daglegur hádegisverður Páls Bergþórssonar – lykilinn að langlífi?

Páll bergþórsson Fljótstunga snæðir hádegisverðinn sinn lax soðinn fiskur grænmeti smjör tómatsósa
Páll Bergþórsson, sem verður 98 ára í ágúst, snæðir hádegisverðinn sinn sem hann segist aldrei fá leið á.

Daglegur hádegisverður Páls Bergþórssonar – lykilinn að langlífi?

Segja má að hollusta og einfaldleiki einkenni hádegisverð tengdapabba sem daglega borðar það sama og hefur gert í áratugi; feitur fiskur (helst lax), grænmeti, kartöflur, smjör, tómatsósa og rúgbrauðssneið með. Fiskinn sýður hann í örlitlu vatni og hellir því svo yfir fiskinn á disknum.

.

PÁLL BERGÞÓRSSONLAXFISKURFASBÓK

.

Gæti hollur hádegisverður, góð gen, dagleg hreyfingu og eldmóður útskýrt góða heilsu Páls og langlífi? Hvern morgun byrjar hann á því að gera leikfimisæfingar og þegar sólin er hæst á lofti fer Páll í um 20 mín. göngutúr með stafi. Þess á milli skrifar hann grein um hlýnun jarðar og lætur til sín taka á fasbókinni.

.

FALLHLÍFASTÖKK PÁLS 

.

Soðinn lax með smjöri, tómatsósu, gulrótum, kartöflum, spergilkáli og rúgbrauði. 100 g af laxi 100 g kartöflur og 200 g af grænmeti. Með þessu hefur Páll rúmlega matskeið af smjöri auk soðsins af fiskinum.
Páll á göngu í vorsólinni á Ísafirði, Snæfjallaströndin í baksýn.

.

PÁLL BERGÞÓRSSONLAXFISKURFASBÓKÍSAFJÖRÐUR

— DAGLEGUR HÁDEGISVERÐUR PÁLS —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Fiskur undir kókosþaki

Fiskur undir kókosþaki

Fiskur undir kókosþaki. Það er gaman að finna uppskriftir með því að slá inn í google það hráefni sem til er í ísskápnum eða þá það sem mann langar í. Hið seinna gerði ég. Þannig fann ég þessa uppskrift og prófaði. Í upphaflegu uppskriftinni er makríll en í fiskbúðinni keypti ég hlýraflak.

Fyrirlestur um borðsiði, kurteisi og mikilvægi viðskiptamálsverða

Fyrirlestur um borðsiði, kurteisi og mikilvægi viðskiptamálsverða. Ræddum við mjög líflegt starfsfólk Seðlabankans um borðsiði, kurteisi en þó mest um viðskiptamálsverði. Mikill munur er á að fara út að borða með vinum eða fara í viðskiptamálsverð. Dags daglega erum við bæði frjálsleg og laus við öll formlegheit. Þegar kemur að viðskiptamálsverðum verður að hafa mikilvægi þeirra í huga og því getur verið nauðsynlegt að koma vel undir búinn. 

Bankabyggsalat með pestói og sólþurrkuðum tómötum

Bankabyggsalat. Það er gráupplagt að nota bankabygg í salat. Sólrún riggaði upp fjölbreyttu hlaðborði um daginn, þar var m.a. boðið upp á þetta undursamlega góða salat. Eins og oft áður hjá henni átum við yfir okkur....