Auglýsing
Páll bergþórsson Fljótstunga snæðir hádegisverðinn sinn lax soðinn fiskur grænmeti smjör tómatsósa
Páll Bergþórsson, sem verður 98 ára í ágúst, snæðir hádegisverðinn sinn sem hann segist aldrei fá leið á.

Daglegur hádegisverður Páls Bergþórssonar – lykilinn að langlífi?

Segja má að hollusta og einfaldleiki einkenni hádegisverð tengdapabba sem daglega borðar það sama og hefur gert í áratugi; feitur fiskur (helst lax), grænmeti, kartöflur, smjör, tómatsósa og rúgbrauðssneið með. Fiskinn sýður hann í örlitlu vatni og hellir því svo yfir fiskinn á disknum.

.

PÁLL BERGÞÓRSSONLAXFISKURFASBÓK

.

Gæti hollur hádegisverður, góð gen, dagleg hreyfingu og eldmóður útskýrt góða heilsu Páls og langlífi? Hvern morgun byrjar hann á því að gera leikfimisæfingar og þegar sólin er hæst á lofti fer Páll í um 20 mín. göngutúr með stafi. Þess á milli skrifar hann grein um hlýnun jarðar og lætur til sín taka á fasbókinni.

.

FALLHLÍFASTÖKK PÁLS 

.

Soðinn lax með smjöri, tómatsósu, gulrótum, kartöflum, spergilkáli og rúgbrauði. 100 g af laxi 100 g kartöflur og 200 g af grænmeti. Með þessu hefur Páll rúmlega matskeið af smjöri auk soðsins af fiskinum.
Páll á göngu í vorsólinni á Ísafirði, Snæfjallaströndin í baksýn.

.

PÁLL BERGÞÓRSSONLAXFISKURFASBÓKÍSAFJÖRÐUR

— DAGLEGUR HÁDEGISVERÐUR PÁLS —

.

Auglýsing