Daglegur hádegisverður Páls Bergþórssonar – lykilinn að langlífi?

Páll bergþórsson Fljótstunga snæðir hádegisverðinn sinn lax soðinn fiskur grænmeti smjör tómatsósa
Páll Bergþórsson, sem verður 98 ára í ágúst, snæðir hádegisverðinn sinn sem hann segist aldrei fá leið á.

Daglegur hádegisverður Páls Bergþórssonar – lykilinn að langlífi?

Segja má að hollusta og einfaldleiki einkenni hádegisverð tengdapabba sem daglega borðar það sama og hefur gert í áratugi; feitur fiskur (helst lax), grænmeti, kartöflur, smjör, tómatsósa og rúgbrauðssneið með. Fiskinn sýður hann í örlitlu vatni og hellir því svo yfir fiskinn á disknum.

.

PÁLL BERGÞÓRSSONLAXFISKURFASBÓK

.

Gæti hollur hádegisverður, góð gen, dagleg hreyfingu og eldmóður útskýrt góða heilsu Páls og langlífi? Hvern morgun byrjar hann á því að gera leikfimisæfingar og þegar sólin er hæst á lofti fer Páll í um 20 mín. göngutúr með stafi. Þess á milli skrifar hann grein um hlýnun jarðar og lætur til sín taka á fasbókinni.

.

FALLHLÍFASTÖKK PÁLS 

.

Soðinn lax með smjöri, tómatsósu, gulrótum, kartöflum, spergilkáli og rúgbrauði. 100 g af laxi 100 g kartöflur og 200 g af grænmeti. Með þessu hefur Páll rúmlega matskeið af smjöri auk soðsins af fiskinum.
Páll á göngu í vorsólinni á Ísafirði, Snæfjallaströndin í baksýn.

.

PÁLL BERGÞÓRSSONLAXFISKURFASBÓKÍSAFJÖRÐUR

— DAGLEGUR HÁDEGISVERÐUR PÁLS —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.