Daglegur hádegisverður Páls Bergþórssonar – lykilinn að langlífi?

Páll bergþórsson Fljótstunga snæðir hádegisverðinn sinn lax soðinn fiskur grænmeti smjör tómatsósa
Páll Bergþórsson, sem verður 98 ára í ágúst, snæðir hádegisverðinn sinn sem hann segist aldrei fá leið á.

Daglegur hádegisverður Páls Bergþórssonar – lykilinn að langlífi?

Segja má að hollusta og einfaldleiki einkenni hádegisverð tengdapabba sem daglega borðar það sama og hefur gert í áratugi; feitur fiskur (helst lax), grænmeti, kartöflur, smjör, tómatsósa og rúgbrauðssneið með. Fiskinn sýður hann í örlitlu vatni og hellir því svo yfir fiskinn á disknum.

.

PÁLL BERGÞÓRSSONLAXFISKURFASBÓK

.

Gæti hollur hádegisverður, góð gen, dagleg hreyfingu og eldmóður útskýrt góða heilsu Páls og langlífi? Hvern morgun byrjar hann á því að gera leikfimisæfingar og þegar sólin er hæst á lofti fer Páll í um 20 mín. göngutúr með stafi. Þess á milli skrifar hann grein um hlýnun jarðar og lætur til sín taka á fasbókinni.

.

FALLHLÍFASTÖKK PÁLS 

.

Soðinn lax með smjöri, tómatsósu, gulrótum, kartöflum, spergilkáli og rúgbrauði. 100 g af laxi 100 g kartöflur og 200 g af grænmeti. Með þessu hefur Páll rúmlega matskeið af smjöri auk soðsins af fiskinum.
Páll á göngu í vorsólinni á Ísafirði, Snæfjallaströndin í baksýn.

.

PÁLL BERGÞÓRSSONLAXFISKURFASBÓKÍSAFJÖRÐUR

— DAGLEGUR HÁDEGISVERÐUR PÁLS —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hafrakökur úr Hvíta húsinu

Hafrakökur úr Hvíta húsinu. Þessi uppskrift ku vera komin frá Michelle Obama. Forsetafrúin er áhugasöm um hollt og gott mataræði, ekki bara í Hvítahúsinu hún hefur talað fyrir því að Bandaríkjamenn borði betri mat.

Steinaldarbrauð

Steinaldarbraud

Steinaldarbrauð, glútenlaust.  Í upphaflegu uppskriftinn átti að vera möndlumjöl en því miður var það ekki til svo ég notaði rísmjöl. En brauðið bragðaðist afar vel og hér er uppskriftin lítillega breytt. Svo er nú gaman að segja frá því að brauðið er glútenlaust.