Maríutertan góða

Maríuterta bolungavík bolungarvík stefanía birgisdóttir bjarnabúð verslun bjarna eiríkssonar olgeir súkkulaðiterta karamella pekan
Maríutertan góða

Maríutertan góða

Stefanía kaupkona í Bjarnabúð í Bolungarvík var með meiriháttar góða tertu eftir steiktu gellunum – Maríutertu sem vel má mæla með.

STEFANÍA BIRGISDBOLUNGARVÍKTERTUR

.

Olgeir og Stefanía við Verslun Bjarna Eiríkssonar. Það er gríðarlegt úrval í Bjarnabúð og á efri hæðinni er mikið af skjölum og munum frá tíð Bjarna. Það má vel hvetja ættfróða Viðfirðinga til að stoppa í Bjarnabúð og fá leiðsögn Stefaníu um loftið – já og alla til að stoppa í Bjarnabúð þangað er gaman að koma.

Maríuterta, súkkulaðiterta með karamellu og pekan

Botninn

3 egg
3 dl sykur
4 msk smjör
100 g dökkt súkkulaði
1 tsk salt
1 tsk vanilludropar
1 ½ dl hveiti
Þeytið egg og sykur vel saman. Bræðið súkkulaði og smjör saman og bætið við þeyttu eggin. Blandið hveiti, vanilludropum og salti varlega saman við

Setjið í form og bakið við 180°C í 17-20 mínútur.

Karamella

4 msk smjör
1 dl púðursykur
3 msk rjómi
Setjið í pott og bræðið á vægum hita í þunna karamellu á meðan kakan bakast.

1 ½ poki pekanhnetur, brytjaðar
Kakan er tekin út og pekanhnetunum stráð yfir, og þunnri karamellunni hellt þar yfir. Setjið aftur inn í ofn og bakið í um 17 mínútur til viðbótar við 180°C.

Þá er 1 plata af dökku súkkulaði brytjuð og stráð yfir kökuna um leið og hún kemur úr ofninum. Loks er gott að setja fersk ber, t.d. jarðarber, yfir kökuna áður en hún er borin fram. Uppskriftin birtist á Vinotek.is.

Bergþór, Stefanía, Albert og Páll
Maríutertan

.

STEFANÍA BIRGISDBOLUNGARVÍKTERTUR

— MARÍUTERTAN —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hönnugott – karamellusúkkulaði, hnetur og döðlur

Hönnugott - karamellusúkkulaði, hnetur og döðlur. Hanna Rún og Bergþór hafa heldur betur slegið í gegn í þáttunum Allir geta dansað - ég er ekki frá því að ég sé að rifna úr stolti. Held það séu komin ár ef ekki áratugir síðan fjölskyldur þessa lands hafa safnast saman til að horfa saman á eins og á Allir geta dansað. Þessir þættir eru gleðisprengja sem enginn ætti að missa af. Á sunnudaginn er næst síðasti þátturinn.

Bazaar Oddsson veitingahús

Bazaar dscf3877 Bazaar dscf3922

Bazaar Oddsson veitingahús. Veitingastaðurinn Bazaar er á jarðhæðinni í JL húsinu, en á efri hæðum er Oddsson hótel/hostel sem opnaði í sumar. Bazaar er stór og rúmgóður veitingastaður og kaffihús. Staðurinn skiptist í fjögur svæði, kaffihús, bistro, bar og fínni restaurant.

Ofnbakaðir graskersbitar með púðursykurskanil

Ofnbakaðir graskersbitar með púðursykurskanil. Grasker eru vanmetin, þau eru bæði holl, góð og falleg. Fann acorn grasker í Gló í Fákafeni, eftir að hafa fræhreinað það tók ég það mesta utan af, síðan var það kryddað og bakað og sætur ilmurinn minnti helst á snúðakökubakstur. Ef þið finnið ekki acorn grasker þá má notast við venjulegt grasker.