Maríutertan góða
Stefanía kaupkona í Bjarnabúð í Bolungarvík var með meiriháttar góða tertu eftir steiktu gellunum – Maríutertu sem vel má mæla með.
— STEFANÍA BIRGISD — BOLUNGARVÍK — TERTUR —
.
Maríuterta, súkkulaðiterta með karamellu og pekan
Botninn
3 egg
3 dl sykur
4 msk smjör
100 g dökkt súkkulaði
1 tsk salt
1 tsk vanilludropar
1 ½ dl hveiti
Þeytið egg og sykur vel saman. Bræðið súkkulaði og smjör saman og bætið við þeyttu eggin. Blandið hveiti, vanilludropum og salti varlega saman við
Setjið í form og bakið við 180°C í 17-20 mínútur.
Karamella
4 msk smjör
1 dl púðursykur
3 msk rjómi
Setjið í pott og bræðið á vægum hita í þunna karamellu á meðan kakan bakast.
1 ½ poki pekanhnetur, brytjaðar
Kakan er tekin út og pekanhnetunum stráð yfir, og þunnri karamellunni hellt þar yfir. Setjið aftur inn í ofn og bakið í um 17 mínútur til viðbótar við 180°C.
Þá er 1 plata af dökku súkkulaði brytjuð og stráð yfir kökuna um leið og hún kemur úr ofninum. Loks er gott að setja fersk ber, t.d. jarðarber, yfir kökuna áður en hún er borin fram. Uppskriftin birtist á Vinotek.is.
.
— STEFANÍA BIRGISD — BOLUNGARVÍK — TERTUR —
.