Eggjasalat – hið klassíska og sívinsæla

 

Graslaukur, sætt sinnep, sýrður laukur, rauðlaukur, HP sósa, laukur, Dijon, relish, beikonbita, rjómi, mangóchutney, sýrður rjómi, kotasæla, SS pylsusinnep, blaðlaukssúpa, rifinn ostur, blaðlaukur, agúrkur, steinselja, epli, Tabasco og sítrónu. Arómat, sítrónupipar, salt, dill, hvítlaukssalt, Seson All, Hlöllakrydd, hvítlaukur, karrý, jurtasalt, sellerísalt, paprika, Kød og grill og Herbamare. Eggjasalat Egg mæjónes salat á brauð kex mæjó sallat
Það má með sanni segja að eggjasalat sé bæði klassískt og sívinsælt. Bragðbæta má salatið með ýmsu eins og sjá mér hér í færslunni.

Eggjasalatið sívinsæla

Hlutföllin í eggjasalati eru nokkuð frjálsleg, t.d. þrjú harðsoðin egg og tvær matskeiðar af mæjónesi. Á hinni ágætu síðu Gamaldags matur á Fasbókinni spurðist ég fyrir um eggjasalat, hvað fólk notar í það (fyrir utan egg og mæjónes) og hvaða krydd.

🥚

SALÖTEGGÍSLENSKTFASBÓKMÆJÓNES

🥚

Þessi krydd voru nefnd: Arómat, sítrónupipar, salt, dill, hvítlaukssalt, Season All, Hlöllakrydd, hvítlaukur, karrý, jurtasalt, sellerísalt, paprika, Kød og grill og Herbamare.

Annað sem var nefnt: Graslaukur, sætt sinnep, sýrður laukur, rauðlaukur, HP sósa, laukur, Dijon, relish, beikonbitar, rjómi, mangó chutney, sýrður rjómi, kotasæla, SS pylsusinnep, blaðlaukssúpa, rifinn ostur, blaðlaukur, agúrkur, steinselja, epli, Tabasco og sítróna.

🥚

SALÖTEGGÍSLENSKTFASBÓKMÆJÓNES

— EGGJASALAT —

🥚

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Matarklúbburinn Albert

Matarklúbburinn Albert. Ekki veit ég hvernig á því stóð að nokkrir tápmiklir ungir menn, sem allir stunduðu nám á sama tíma í Austurríki, stofnuðu matarklúbb nefndu Albert mér til heiðurs. Þetta var á fyrstu árum aldarinnar. Oftast var það þannig að eftir matinn og þegar líða fór á kvöld hringdu þeir í mig, voru þá komnir lítið eitt við skál og báru upp hinar ólíklegustu spurningar.

Kjúklingabaunapottréttur

Kjuklingabaunapottrettur

Kjúklingabaunapottréttur. Þessi pottréttur á rætur sínar að rekja til norður Afríku. Það er ekki óalgengt þar að mörgum kryddtegundum sé blandað saman í einn rétt og þurrkaðir ávextir hafðir líka, alls ekki sterkur réttur. Í staðinn fyrir fíkjur má nota apríkósur, eða fíkjur og apríkósur.