
Eggjasalatið sívinsæla
Hlutföllin í eggjasalati eru nokkuð frjálsleg, t.d. þrjú harðsoðin egg og tvær matskeiðar af mæjónesi. Á hinni ágætu síðu Gamaldags matur á Fasbókinni spurðist ég fyrir um eggjasalat, hvað fólk notar í það (fyrir utan egg og mæjónes) og hvaða krydd.
🥚
— SALÖT — EGG — ÍSLENSKT — FASBÓK — MÆJÓNES —
🥚
Þessi krydd voru nefnd: Arómat, sítrónupipar, salt, dill, hvítlaukssalt, Season All, Hlöllakrydd, hvítlaukur, karrý, jurtasalt, sellerísalt, paprika, Kød og grill og Herbamare.
Annað sem var nefnt: Graslaukur, sætt sinnep, sýrður laukur, rauðlaukur, HP sósa, laukur, Dijon, relish, beikonbitar, rjómi, mangó chutney, sýrður rjómi, kotasæla, SS pylsusinnep, blaðlaukssúpa, rifinn ostur, blaðlaukur, agúrkur, steinselja, epli, Tabasco og sítróna.
🥚
— SALÖT — EGG — ÍSLENSKT — FASBÓK — MÆJÓNES —
🥚