Góði humarinn hennar Gullu

Guðlaug Hestnes fær sér humarinn góða góði humarinn hennar gullu í sólstofunni humar hornafjörður gulla hestnes humarveisla skelflettur
Guðlaug Hestnes fær sér humarinn góða í sólstofunni

GÓÐI HUMARINN

Vinir Guðlaugar Hestnes á Hornafirði þekkja flestir humarréttinn hennar góða sem einfaldlega er kallaður Góði humarinn 🙂 Það er ekki ofsögum sagt að humarinn er einstaklega góður og sósan sérlega ljúffeng. Gott er að nota brauðið til að ná upp restinni af sósunni 🙂 Í réttinn má einnig nota annan fisk, t.d. þorskhnakka.

🦞

HUMARHORNAFJÖRÐURFISKRÉTTIR

🦞

Góði humarinn hennar Gullu

Góði humarinn hennar Gullu

Skelflettið humarinn, best er að taka hann úr henni hálffrosinn. Setjið hveiti í poka og hristið humarinn vel í honum. Bræðið smjör á pönnu og gott karrý sprengt í því. Steikjið humarinn ofurlítið á hvorri hlið. Hellið rjóma yfir, látið þykkna, saltið og piprið og síðast góða skvettu af hvítvíni yfir.
Berið fram með hrísgrjónum, góðu brauði og hvítvíni.

Góði humarinn hennar Gullu

🦞

HUMARHORNAFJÖRÐURFISKRÉTTIR

— GÓÐI HUMARINN HENNAR GULLU —

🦞

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Höldum um stilkinn á léttvínsglösum

Við höldum um stilkinn á léttvínsglösum. Það er talað um belg, stilk og fót á glösum á fæti. Þegar haldið er á rauðvíns- eða hvítvínsglasi er haldið um stilkinn. Ástæðan er sú að með því að halda um belginn kámum við glasið með húðfitu og hitum vínið.  Meira um hvernig haldið er á léttvínsglösum HÉR Fólk sem endar ræður sínar á því að skála, biður gesti að lyfta glösum, síðan dreypa allir á og lyfta aftur (samt ekki of hátt). Þetta á líka við um þann sem stendur fyrir skáluninni - hann dreypir líka á. Meira um skálun HÉR

Tómatsalat með chili og kóriander – Dásamlega unaðslega gott salat

Tomatasalat

Tómatsalat með chili og kóriander. Dásamlega unaðslega gott salat. Nú flæða fagurrauðir bragðgóðir íslenskir tómatar á markaðinn. Tómatar eru bráðhollir. Læknir sagði mér að lægsta hlutfall blöðruhálskirtilstilvika á vesturlöndum væri á Ítalíu og Grikklandi og miklu tómataáti væri þakkað. Borðum góða íslenska tómata.

Ferskir ætiþistlar

Ferskir ætiþistlar. Ofan á pitsur eru ætiþistlar hreinasta lostæti, það er kannski ekki löng hefð fyrir ferskum ætiþistlum hér á landi. Það er ekki svo flókið að "verka þá". Í hinni ágætu og magnefndu búð Matarbúri Kaju á Óðinsgötu fást ferskir ætiþistlar.