Góði humarinn hennar Gullu

Guðlaug Hestnes fær sér humarinn góða góði humarinn hennar gullu í sólstofunni humar hornafjörður gulla hestnes humarveisla skelflettur
Guðlaug Hestnes fær sér humarinn góða í sólstofunni

GÓÐI HUMARINN

Vinir Guðlaugar Hestnes á Hornafirði þekkja flestir humarréttinn hennar góða sem einfaldlega er kallaður Góði humarinn 🙂 Það er ekki ofsögum sagt að humarinn er einstaklega góður og sósan sérlega ljúffeng. Gott er að nota brauðið til að ná upp restinni af sósunni 🙂 Í réttinn má einnig nota annan fisk, t.d. þorskhnakka.

🦞

HUMARHORNAFJÖRÐURFISKRÉTTIR

🦞

Góði humarinn hennar Gullu

Góði humarinn hennar Gullu

Skelflettið humarinn, best er að taka hann úr henni hálffrosinn. Setjið hveiti í poka og hristið humarinn vel í honum. Bræðið smjör á pönnu og gott karrý sprengt í því. Steikjið humarinn ofurlítið á hvorri hlið. Hellið rjóma yfir, látið þykkna, saltið og piprið og síðast góða skvettu af hvítvíni yfir.
Berið fram með hrísgrjónum, góðu brauði og hvítvíni.

Góði humarinn hennar Gullu

🦞

HUMARHORNAFJÖRÐURFISKRÉTTIR

— GÓÐI HUMARINN HENNAR GULLU —

🦞

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.