Með okkar augum – uppskriftirnar

 

Katrín guðrún tryggvadóttir , Albert og Steinunn Ása með okkar augum elín sveinsdóttir
Katrín Guðrún, Albert og Steinunn Ása við tökur á Með okkar augum

Með okkar augum – uppskriftirnar

Langskemmtilegasta verkefni sem ég hef tekið þátt í, og hef ég nú tekið þátt í mörgum, eru þættirnir Með okkar augum. Í nýjustu seríunni, sem er sú ellefta í röðinni taka Steinunn Ása og Katrín að sér að dæma matinn og gefa honum einkunn – Katrín fer á kostum eins og áður og segir umbúðalaust hvað henni finnst. Í fyrsta þættinum verða laxasnittur í ýmsum útgáfum og uppskrifinar birtast hér að neðan um leið og nýjasti þátturinn fer í loftið. Missið alls ekki af.

.

MEÐ OKKAR AUGUMÍSLENSKTSTEINUNN ÁSA

.

Brauðsúpa – rúgbrauðssúpa

Brauðsúpa – rúgbrauðssúpa

600 g seytt rúgbrauð
2 1/2 b maltöl
3-4 b vatn
1 msk edik
2-3 msk sítrónusafi
1/2 sítróna í sneiðum
1/2 dl rúsínur
1/3 tsk kanill
1/3 tsk salt
Þeyttur rjómi

Setjið rúgbrauð í pott ásamt malti, ediki og sítrónusafa. Sjóðið í 10 – 15 mín. Pískið kekki úr súpunni og bætið við vatni eftir þörfum. Látið að því búnu sítrónusneiðar, rúsínur, kanil og salt saman við. Berið fram með þeyttum rjóma.

Chiagrautur með bláberjum og kanil

 Chiagrautur með bláberjum og kanil

1-2 msk. chiafræ
1/2 bolli vatn
1-2 msk. grískt jógúrt
2 msk. rjómi
bláber
jarðarber
1/2 tsk kanill
Má bragðbæta enn frekar með kakói, salti og hunangi.
Blandið saman chiafræjum, vatni, jógúrt, rjóma og kanil.Látið standa í 20 í mín í ísskáp eða yfir nótt. Setjið í skálar og bætið bláberjum og jarðarberjum við.

 

Ofnbakaður lax með Mangó chutney og pistasíum

Ofnbakaður lax með Mangó chutney og pistasíum.

1 flak af laxi
1 b Mangó chutney
1-2 dl pistasíuhnetur.

Setjið álpappír í ofnskúffu og laxinn ofan á. Brjótið álpappírinn upp að flakinu svo mangó chutneyið renni ekki út um allt. Hellið Mangó Chutney yfir og dreifið pistasíunum yfir. Bakið í ofni við 170°C í um 20 mín. Tíminn fer bæði eftir ofnum og þykkt flaksins.

Laxamunnbitar í nokkrum útgáfum með sumarlegum drykk
Hægeldaðar kjúklingabringur. Það er alveg upplagt að setja kjöt og grænmeti í eldfast form og láta eldast á lágum hita í ofninum. Flest tengjum við hægeldun e.t.v. við  lamb en kjúklingur er ekki síðri hægeldaður.

Hægeldaðar kjúklingabringur

4 kjúklingabringur
grænmeti að eigin vali, t.d. rauðlaukur, gulrætur og sæt kartafla
1 tsk fínt saxað engifer
3 msk. svartar ólífur
2-3 hvítlauksrif, söxuð smátt
1 dl þurrkaðar döðlur, skornar í bita
salt og pipar
3 msk ólífuolía
3 msk vatn

Setjið kjúklingabringur, grænmeti, döðlur, krydd, olíu og vatn í eldfast form og álpappír yfir eða leirpott með loki. Látið malla við 90°C í 3-4 klst. Takið lokið af, hækkið hitann síðustu 15 mín. og brúnið kjúklinginn.

Lummur með smörsteiktum eplum í kanil

Lummur með smörsteiktum eplum í kanil

2 1/2 dl heilhveiti
2 1/2 dl hveiti
2 1/2 tsk lyftiduft
1 msk púðursykur
1/2 tsk salt
4-5 dl mjólk
1 egg
3 msk matarolía

Látið heilhveitið, hveiti og lyftiduft í skál, bætið sykri og salti saman við.
Bætið 4 dl af mjólk saman við, eggi og matarolíu og hrærið í kekkjalaust deig. Bætið meiri mjólk út ef deigið er of þykkt. Steikið lummur á heitri pönnu.

2 epli
2 msk smjör
1 msk olía
1-2 tsk kanill
Skerið eplin og mýkið í smjörinu og olíunni á pönnu. Stráið kanil yfir og látið malla á lágum hita í nokkrar mínútur.
Setjið yfir lummurnar og berið fram með ís.

.

Þorskur í rjóma-karrý-eplasósu

Þorskur í rjóma-karrý-eplasósu

Eitt þorskflak í bitum
1/2 b hveiti
1 dl  ólífuolía
1 msk karrý
salt og pipar
1 dl saxað epli (eða eitt lítið epli)
1 lítil dós ananas í bitum
2 msk saxaður vorlaukur eða blaðlaukur
2-3 dl rjómi

Veltið fiskinum upp úr hveiti og steikið á pönnu í olíunni á báðum hliðum. Bætið lauk, epli, ananas, karrýi og rjóma saman við og látið sjóða í stutta stund.

.

MEÐ OKKAR AUGUMÍSLENSKTSTEINUNN ÁSA

— MEÐ OKKAR AUGUM —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.