Suðræna, sjúklega góð terta

sigurður þórðarson sigrún andrésdóttir FRIÐRIK guðni þórleiksson eddukórinn garðabær blómagarður suðræna kryddkaka kryddbrauð vínber heimaræktuð
Sigurður, Sigrún og Albert

Suðræna, sjúklega góð terta

Einhver fallegasti blómagarður sem ég hef séð er hjá heiðurshjónunum Sigrúnu Andésdóttur, fiðlu- og söngkennara og Sigurði Þórðarsyni verkfræðingi. Þau eru afar samhent í garðræktinni sem og í lífinu öllu. Sigrún bakaði köku eftir uppskrift frá Friðriki Guðna Þórleifssyni, sem þau sungu með í Eddukórnum á árum áður, en hann kom gjarnan með þessa ljúffengu köku á æfingar. Kakan hefur orðið svo vinsæl í fjölskyldunni, að þegar eitt barnabarnið fermdist, var sérstaklega óskað eftir að Suðræna yrði á borðum.

TERTURKAFFIMEÐLÆTIFERMINGSIGURÐUR ÞÓRÐARSONKRYDDBRAUÐ

.

Fallegi blómagarður Sigrúnar og Sigurðar
Suðræna

Suðræna

100 g lint smjör
100 g sykur
2 egg
250 g hveiti
3 tsk lyftiduft
1/2 tsk múskat, sigtað
1 tsk kanill
1 dl mjólk – rúmlega

Þeytið saman egg og sykur, bætið við smjöri, þurrefnum, kryddum og mjólk.
Bakið í tveimur litlum tertuformum.
175°C í um 25 mín.

Krem
300 g flórsykur
2 msk kakó
vanilludropar
sjóðandi vatn
60 g smjör
50 g suðusúkkulaði

Bræðið saman smjör og súkkulaði í vatnsbaði. Blandið öllu hinu saman í hrærivél og súkkulaði/smjör í restina. Setjið kremið á milli tertubotnanna.

Vínviður í sólskálanum

.

TERTURKAFFIMEÐLÆTIFERMINGSIGURÐUR ÞÓRÐARSONKRYDDBRAUÐ

— SUÐRÆNA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Borðið – veitingastaður og sælkeraverslun

Borðið - veitingastaður og sælkeraverslun Borðið - veitingastaður og sælkeraverslun

Borðið - veitingastaður og sælkeraverslun. Við Ægisíðu í vesturbænum reka vinahjónin Rakel Eva og Friðrik, Martina og Jón Helgi, bjartan hverfisveitingastað og sælkeraverslun. Á virkum dögum er boðið upp á hádegis- og kvöldmat, en um helgar bröns og kvöldmat. Að auki er alltaf hægt að nálgast rjúkandi kaffibolla og nýbakað bakkelsi á Borðinu og brakandi súrdeigsbrauð.  Borðið er skemmtileg blanda af veitingahúsi, kaffihúsi og sælkeraverslun.

Að njóta matar síns á jólahlaðborði

Að njóta matar síns á jólahlaðborði. Matarsóun vesturlandabúa er geigvænleg og hlaðborðsveislur eru hættusvæði því þar hættir fólki til að raða meiru á diska sína en það munu nokkurn tíma geta hesthúsað í einu.

Hvítlauksbrauð með ostasalati

Hvítlauksbrauð með ostasalati. Brauðið og ostasalatið útbjó Berglind vinkona mín fyrir blað Franskra daga, þegar saumaklúbburinn hennar bauð lesendum upp á ca 35þús einstaklega bragðgóðar hitaeiningar á þremur blaðsíðum