Suðræna, sjúklega góð terta

sigurður þórðarson sigrún andrésdóttir FRIÐRIK guðni þórleiksson eddukórinn garðabær blómagarður suðræna kryddkaka kryddbrauð vínber heimaræktuð
Sigurður, Sigrún og Albert

Suðræna, sjúklega góð terta

Einhver fallegasti blómagarður sem ég hef séð er hjá heiðurshjónunum Sigrúnu Andésdóttur, fiðlu- og söngkennara og Sigurði Þórðarsyni verkfræðingi. Þau eru afar samhent í garðræktinni sem og í lífinu öllu. Sigrún bakaði köku eftir uppskrift frá Friðriki Guðna Þórleifssyni, sem þau sungu með í Eddukórnum á árum áður, en hann kom gjarnan með þessa ljúffengu köku á æfingar. Kakan hefur orðið svo vinsæl í fjölskyldunni, að þegar eitt barnabarnið fermdist, var sérstaklega óskað eftir að Suðræna yrði á borðum.

TERTURKAFFIMEÐLÆTIFERMINGSIGURÐUR ÞÓRÐARSONKRYDDBRAUÐ

.

Fallegi blómagarður Sigrúnar og Sigurðar
Suðræna

Suðræna

100 g lint smjör
100 g sykur
2 egg
250 g hveiti
3 tsk lyftiduft
1/2 tsk múskat, sigtað
1 tsk kanill
1 dl mjólk – rúmlega

Þeytið saman egg og sykur, bætið við smjöri, þurrefnum, kryddum og mjólk.
Bakið í tveimur litlum tertuformum.
175°C í um 25 mín.

Krem
300 g flórsykur
2 msk kakó
vanilludropar
sjóðandi vatn
60 g smjör
50 g suðusúkkulaði

Bræðið saman smjör og súkkulaði í vatnsbaði. Blandið öllu hinu saman í hrærivél og súkkulaði/smjör í restina. Setjið kremið á milli tertubotnanna.

Vínviður í sólskálanum

.

TERTURKAFFIMEÐLÆTIFERMINGSIGURÐUR ÞÓRÐARSONKRYDDBRAUÐ

— SUÐRÆNA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.