
Suðræna, sjúklega góð terta
Einhver fallegasti blómagarður sem ég hef séð er hjá heiðurshjónunum Sigrúnu Andésdóttur, fiðlu- og söngkennara og Sigurði Þórðarsyni verkfræðingi. Þau eru afar samhent í garðræktinni sem og í lífinu öllu. Sigrún bakaði köku eftir uppskrift frá Friðriki Guðna Þórleifssyni, sem þau sungu með í Eddukórnum á árum áður, en hann kom gjarnan með þessa ljúffengu köku á æfingar. Kakan hefur orðið svo vinsæl í fjölskyldunni, að þegar eitt barnabarnið fermdist, var sérstaklega óskað eftir að Suðræna yrði á borðum.
— TERTUR — KAFFIMEÐLÆTI — FERMING — SIGURÐUR ÞÓRÐARSON — KRYDDBRAUÐ —
.


Suðræna
100 g lint smjör
100 g sykur
2 egg
250 g hveiti
3 tsk lyftiduft
1/2 tsk múskat, sigtað
1 tsk kanill
1 dl mjólk – rúmlega
Þeytið saman egg og sykur, bætið við smjöri, þurrefnum, kryddum og mjólk.
Bakið í tveimur litlum tertuformum.
175°C í um 25 mín.
Krem
300 g flórsykur
2 msk kakó
vanilludropar
sjóðandi vatn
60 g smjör
50 g suðusúkkulaði
Bræðið saman smjör og súkkulaði í vatnsbaði. Blandið öllu hinu saman í hrærivél og súkkulaði/smjör í restina. Setjið kremið á milli tertubotnanna.

.
— TERTUR — KAFFIMEÐLÆTI — FERMING — SIGURÐUR ÞÓRÐARSON — KRYDDBRAUÐ —
.