Suðræna, sjúklega góð terta

sigurður þórðarson sigrún andrésdóttir FRIÐRIK guðni þórleiksson eddukórinn garðabær blómagarður suðræna kryddkaka kryddbrauð vínber heimaræktuð
Sigurður, Sigrún og Albert

Suðræna, sjúklega góð terta

Einhver fallegasti blómagarður sem ég hef séð er hjá heiðurshjónunum Sigrúnu Andésdóttur, fiðlu- og söngkennara og Sigurði Þórðarsyni verkfræðingi. Þau eru afar samhent í garðræktinni sem og í lífinu öllu. Sigrún bakaði köku eftir uppskrift frá Friðriki Guðna Þórleifssyni, sem þau sungu með í Eddukórnum á árum áður, en hann kom gjarnan með þessa ljúffengu köku á æfingar. Kakan hefur orðið svo vinsæl í fjölskyldunni, að þegar eitt barnabarnið fermdist, var sérstaklega óskað eftir að Suðræna yrði á borðum.

TERTURKAFFIMEÐLÆTIFERMINGSIGURÐUR ÞÓRÐARSONKRYDDBRAUÐ

.

Fallegi blómagarður Sigrúnar og Sigurðar
Suðræna

Suðræna

100 g lint smjör
100 g sykur
2 egg
250 g hveiti
3 tsk lyftiduft
1/2 tsk múskat, sigtað
1 tsk kanill
1 dl mjólk – rúmlega

Þeytið saman egg og sykur, bætið við smjöri, þurrefnum, kryddum og mjólk.
Bakið í tveimur litlum tertuformum.
175°C í um 25 mín.

Krem
300 g flórsykur
2 msk kakó
vanilludropar
sjóðandi vatn
60 g smjör
50 g suðusúkkulaði

Bræðið saman smjör og súkkulaði í vatnsbaði. Blandið öllu hinu saman í hrærivél og súkkulaði/smjör í restina. Setjið kremið á milli tertubotnanna.

Vínviður í sólskálanum

.

TERTURKAFFIMEÐLÆTIFERMINGSIGURÐUR ÞÓRÐARSONKRYDDBRAUÐ

— SUÐRÆNA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Ruslafatan er nauðsynleg í eldhúsum – úr bók frá 1942

Ruslafatan er nauðsynleg í eldhúsum. Margur lætur sér nægja fat eða fötu, sem er opin, en sjálfsagt er að hafa fötuna með loki. Oft kemur vond lykt úr fötunni. Má þá láta nokkrar bréfaræmur í hana og kveikja í þeim og loka henni. Síðan er fatan þvegin og þurrkuð

-Heimilisalmanak eftir Helgu Sigurðardóttur 1942

Jarðarberjaterta með Royalbúðingskremi

Jarðarberjaterta

Jarðarberjaterta með Royalbúðingskremi. Í barnæsku þóttu mér Royalbúðingar alveg einstaklega góðir - sérstaklega þessi með karamellubragði - og borðaði þá af mikilli áfergju.

Það er ágætt setja tertuna saman og láta hana standa í 5-7 klst áður en hún er borin á borð. Þannig mýkjast botnarnir, en það er ekki gott að hafa þá of mjúka. Í Matarbúri Kaju fékk ég karamelludropa sem ég setti saman við kremið og fékk þar reyndar líka hindberjadropa sem fór saman við jarðarberjarjómann. Hindberjadroparnir gefa bæði bragð og fallegan lit. Hátiðleg terta sem lætur vel í munni og fer vel á öllum veisluborðum.