Marokkóskur sítrónukjúklingur

Marokkóskur sítrónukjúklingur Tajina TAGINA TAGÍNA Marokkó kjúklingur marokkóskur kjúlli
Marokkóskur sítrónukjúklingur

Marokkóskur sítrónukjúklingur

Tajina eða tagína er leirpottur (fyrir ofn eða eldavél) með háu loki sem mjókkar upp. Það sem er gaman að elda mat í tagínu og hún hentar vel til að hægelda í. Þetta er undurgóð matreiðsluaðferð. Ef ekki er til tagína á heimilinu má nota eldfast form

— KJÚKLINGUR — KJÖTMAROKKÓTAGÍNA

.

Marokkóskur sítrónukjúklingur

1 kjúklingur í bitum
2 laukar
ólífuolía til steikingar
5 hvítlauksgeirar
1/4 tsk saffran
1 tsk saxað engifer
1 paprika í bitum
1 tsk cummín
1/2 tsk túrmerik
salt og pipar
2 kanilstangir
1 dl ólífur
börkur af 1/2 sítrónu
safi úr 1/2 sítrónu
steinselja til skrauts.

Saxið lauk og léttsteikið í olíunni. Bætið við söxuðum hvítlauk, engifer og papriku. Setjið kryddin saman við, ólífur, sítrónubörk og sítrónusafa.

Raðið kjúklingabitunum í tagínu, hellið af pönnunni yfir og blandið saman. Stingið kanilstöngum í. Lokið og setjið í 100°C heitan ofn í 2-3 klst.

Marokkóskur sítrónukjúklingur

.

— KJÚKLINGUR — KJÖTMAROKKÓTAGÍNA

— MAROKKÓSKUR KJÚKLINGUR —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Túrmerikheilsudrykkur Þóru

Túrmerikheilsudrykkur Þóru

Túrmerikheilsudrykkur Þóru. Eins og hundrað og eitthvað sinnum hefur komið fram skiptumst við á að koma með hressingu með tíukaffinu á föstudögum í vinnunni. Þóra sló heldur betur í gegn með tveimur tegundum af brauðmeti og þessum undurgóða heilsudrykk

SaveSave

Hnífur og gaffall – Hvernig á að halda á þeim?

HnifaporHnifapor saman IMG_1427

Hnífur og gaffall. Það er ánægjulegt að sjá fólk sem heldur fallega á hnífapörunum, gaffallinn í vinstri hendi og hnífurinn í þeirri hægri - hvoru tveggja inni í lófanum. Ágætt að hafa í huga að þetta eru ekki vopn - munum það. Best þykir að hafa vísifingur ofan á þeim báðum sem gefur meiri stjórn á því sem er verið að gera. Munum að setja hnífapörin ekki aftur á borðið eftir að við erum byrjuð að borða. Við borðum ávallt með bæði hníf og gaffli en skerum ekki matinn fyrst í bita til að borða eingöngu með gafflinum. Á meðan á máltíð stendur eiga gaffalteinarnir að snúa niður.