![Marokkóskur sítrónukjúklingur Tajina TAGINA TAGÍNA Marokkó kjúklingur marokkóskur kjúlli](https://i0.wp.com/alberteldar.is/wp-content/uploads/2021/08/IMG_3824.jpeg?resize=696%2C522&ssl=1)
Marokkóskur sítrónukjúklingur
Tajina eða tagína er leirpottur (fyrir ofn eða eldavél) með háu loki sem mjókkar upp. Það sem er gaman að elda mat í tagínu og hún hentar vel til að hægelda í. Þetta er undurgóð matreiðsluaðferð. Ef ekki er til tagína á heimilinu má nota eldfast form
— KJÚKLINGUR — KJÖT — MAROKKÓ — TAGÍNA —
.
Marokkóskur sítrónukjúklingur
1 kjúklingur í bitum
2 laukar
ólífuolía til steikingar
5 hvítlauksgeirar
1/4 tsk saffran
1 tsk saxað engifer
1 paprika í bitum
1 tsk cummín
1/2 tsk túrmerik
salt og pipar
2 kanilstangir
1 dl ólífur
börkur af 1/2 sítrónu
safi úr 1/2 sítrónu
steinselja til skrauts.
Saxið lauk og léttsteikið í olíunni. Bætið við söxuðum hvítlauk, engifer og papriku. Setjið kryddin saman við, ólífur, sítrónubörk og sítrónusafa.
Raðið kjúklingabitunum í tagínu, hellið af pönnunni yfir og blandið saman. Stingið kanilstöngum í. Lokið og setjið í 100°C heitan ofn í 2-3 klst.
![](https://i0.wp.com/alberteldar.is/wp-content/uploads/2021/08/IMG_3810.jpeg?resize=696%2C522&ssl=1)
.
— KJÚKLINGUR — KJÖT — MAROKKÓ — TAGÍNA —
.