Hafraklattar – höfðinglegt kaffimeðlæti

Ingunn Benediktsdóttir glerlistakona og Högni Óskarsson geðlæknir kaffiboð hafraklattar haframjölskökur smákökur hafrakökur vegan sólber
Ingunn Benediktsdóttir og Högni Óskarsson við veisluborðið. Á bakkanum vinstra megin eru hrísgrjónabrauð með kindakæfu og gulrótabrauð með reyktri bleikju. Hægra megin eru hafraklattarnir góðu.

Hafraklattar – höfðinglegt kaffimeðlæti

Hjónin Högni Óskarsson, geðlæknir og Ingunn Benediktsdóttir, glerlistakona eru sannkallaðir fagurkerar. Hver hlutur er greinilega valinn af kostgæfni og engu er ofaukið. En fyrst og fremst er sérlega gaman að spjalla við þau, þau hafa ferðast mikið og búið víða, eru víðsýn, lifandi og áhugasöm um allt og alla. Þegar ég hitti þau í góða veðrinu á Austurlandi í sumar grínuðust þau með að Högni færi að bara baka hafraklatta þegar hann hætti að vinna. Högni er reyndar alls ekki hættur að vinna, en bakaði fyrir okkur hafraklatta og þeir eru afar ljúffengir og vegan útgáfan alls ekki síðri.

🍓

HAFRAMJÖLSMÁKÖKURKINDAKÆFAKAFFIBOЖ — KAFFIMEÐLÆTI — BRAUÐTERTUR — MARENGS — TERTUR — — DÖÐLUTERTUR — SÚKKULAÐITERTUR

🍓

Hafraklattar

Hafraklattar

1/3 b hunang
1/4 b kókosolía eða smjör
1 egg
1 tsk vanilla
1 b haframjöl
1/2 b hveiti
1 tsk lyftiduft
1 tsk kanill
1/4 tsk salt
1/4 b saxað súkkulaði
1/4 b rúsínur.

Blandið öllu vel saman, setjið með skeið á bökunarpappírsklædda plötu og bakið við 175°C í um 10 mín.

Hafraklattar – vegan

1 1/3 b haframjöl
1/3 b hveiti
1/3 tsk salt
1/4 tsk lyftiduft
1/4 tsk matarsódi
1 tsk kanill
1 tsk vanilla
6 msk mjúkt smjörlíki
3/4 b púðursykur
1 b kókosmjöl
3/4 b rúsínur
1/3 b möluð hörfræ

1/2 b sólber

Blandið öllu, nema sólberjunum, vel saman, setjið með skeið á bökunarpappírsklædda plötu. Stingið sólberjunum ofan í og bakið við 175°C í um 10 mín.

Hrísgrjónabrauð með kindakæfu og gulrótabrauð með reyktri bleikju
Hafraklattar

🍓

HAFRAMJÖLSMÁKÖKURKAFFIBOÐ — KAFFIMEÐLÆTI — BRAUÐTERTUR — MARENGS — TERTUR — — DÖÐLUTERTUR — SÚKKULAÐITERTUR

— HÖFÐINGLEGIR HAFRAKLATTAR —

🍓

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Tíu atriði sem við sleppum að segja við fólk sem afþakkar vín

Tíu atriði sem við sleppum að segja við fólk sem afþakkar vín. Flestir vita að drykkjan eykur ekki kynþokkann og við verðum hvorki skemmtilegri né fallegri, þó að við höldum það hugsanlega sjálf. Svo er það vel þekkt að öll virðing á það til að hverfa út í veður og vind ef drykkjan fer úr böndunum. Hver hefur ekki heyrt skandalasögur af fulla gestinum í fínni veislu? Viljum við að fólk muni það helst úr veislunni hversu full við vorum?

Enskar scones/skonsur

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Enskar scones/skonsur. Eins og glöggir áhorfendur Stöðvar tvö tóku eftir var Sindri í Heimsókn á dögunum. Honum var boðið uppá sýnishorn af ensku afternoon tei. Íslenskar skonsur og enskar scones er ekki alveg það sama. Veit ekki hvort er til gott íslenskt orð yfir scones.

Gott að narta í….

Það er alveg gráupplagt að hafa hnetur, fræ, þurrkaða ávexti, kókosflögur og gott dökkt súkkulaði í skál til að narta í. Til dæmis hentar þetta einstaklega vel til að koma í veg í sykurfall...

Pekanpæ

pekanpae

Pekanpæ, alveg guðdómlega gott. Það er nú gaman að segja frá því að á topp tíu yfir mest skoðuðu uppskriftir síðasta árs eru þrjár hráfæðistertur. Hér er enn ein dásemdin sem allir(eða langflestir) eiga eftir að elska – guðdómlega gott.