Paella fyrir Sætabrauðsdrengi

Paella fyrir Sætabrauðsdrengi Hamrar Ísafjörður Hæstikaupstaður Sætabrauðsdrengirnir: Halldór smárason , Viðar, Bergþór pállson Gissur Páll og Hlöðver
Sætabrauðsdrengirnir: Halldór, Viðar, Bergþór, Gissur Páll og Hlöðver

Paella fyrir Sætabrauðsdrengi

Eins og áður hefur komið fram hér á síðunni er einstaklega gaman að gefa Sætabrauðsdrengjunum að borða. Eftir vel heppnaða tónleika piltanna ærslafullu var boðið upp á paellu sem þeir gerðu góð skil.

PAELLASÆTABRAUÐSDRENGIRNIRSPÁNN

.

SætabrauðsdrengjaPaella

Paella fyrir Sætabrauðsdrengi

1 laukur smátt skorinn
2 dl ólífuolía
saffran
1 rauð lítil paprika söxuð gróft
4-5 hvítlauksrif
500 g risottohrísgrjón
250 ml vatn
Einn kjúklingur, eldaður, úrbeinaður og skorinn í bita
100 g surimi
12-15 risarækjur
1 b – grænar baunir (ekki niðursoðnar heldur frystar)
3 tómatar, saxaðir gróft
salt og pipar
chorizo pylsur
sítróna og steinselja til skrauts

Saxið lauk og léttsteikið í olíunni. Bætið við saffran, papriku, hvítlauk og hrísgrjónum. Látið grjónin veltast á pönnu áður en vatninu er bætt við smátt og smátt. Hrærið reglulega í (tekur amk 20 mín) Bætið við kjúklingi, surimi, baunum, salti og pipar og blandið vel saman. Bætið við vatni eftir þörfum. Skerið pylsunar í bita og bætið við. Raðið rækjum og surimi yfir og skreytið með steinselju og sítrónu.

Campo Viejo Crianza passar vel með paellu
Troðfullt í Hömrum á Ísafirði og gríðarleg stemning

.

PAELLASÆTABRAUÐSDRENGIRNIRSPÁNN

— PAELLA FYRIR SÆTABRAUÐSDRENGI —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Blinis með kavíarþrennu

Blinis eru litlar pönnukökur (eða lummur), oft bornar fram með lauk og kavíar eða sýrðum rjóma og reyktum laxi. En fjölmargt annað má setja á blinis. Í glæsilegri veislu var boðið upp á blinis með sýrðum rjóma og bleikju-, loðnu- og grásleppuhrognum. Með þessu dreypti fólk á hvítvíni.

Bakaður kjúklingur með spínati, pestó og fetaosti

Bakaður kjúklingur með spínati, pestó og fetaosti. Vigdísi Másdóttur kynntist ég fyrst þegar hún var í Leiklistardeild Listaháskólans, síðar lágu leiðir okkar saman þegar hún kom og til starfa í sömu deild. Frá fyrsta degi höfum við talað mikið um mat, mjög mikið.

D – vítamínið góða

D - vítamínið góða. Fólk ætti að láta mæla D-vítamínið í líkamanum reglulega. Hæfileiki líkamans til að vinna D-vítamín úr sólinni minnkar eftir því sem við eldumst, fólk um sextugt þarf að vera fjórum sinnum lengur í sól til að fá sama skammt af D-vítamíninu miðað við ungt fólk. Allir ættu að taka D-vítamín yfir vetrarmánuðina en láta líka heimilislækni mæla.