Fullkomin uppskrift að góðu lífi – er hún til?

Æfingar í fjörunni á Eyrinni á Ísafirði á björtum sunnudagsmorgni

Finnum okkur hreyfingu við hæfi

Það er ágætt að tileinka sér hreyfingu sem hentar hverju sinni, hreyfing sem verður hluti af hamingju hvers og eins. Það er sannað að við hreyfingu losar líkaminn út vellíðunarhormón og hefur því hreyfing góð áhrif bæði á líkama og sál. Hreyfing sem við finnum okkur í en ekki endilega hreyfingin sem vinahópurinn er í eða hreyfingin sem er í tísku í það skiptið. Hreyfing er eitt af því sem breytist eftir því sem við eldumst og þótt við höfum til dæmis verið dugleg í eróbikki á síðustu öld á það kannski ekki við lengur.

HREYFINGHAMINGJA

😊

Teygjuæfingar undir berum himni eru fínar

Það er það sama með mat og hreyfinguna; matur kemst í tísku og fer úr tísku. Við vitum meira um mat og áhrif en áður fyrr. Einu sinni var mikil fituhræðsla; fólk átti helst ekki að borða feitan mat af því að þá yrði það feitt en nú vitum við betur. Nú á fólk að borða fitu af því að við þurfum fitu – en ekki alveg sama hvernig fita það er. Þannig að hollur, góður matur sem fer vel í okkur er eitt af því sem veitir okkur ánægju og gleði og hefur áhrif á hamingju okkar.

Síðustu ár hef ég verið að skoða mataræði mitt ofan í kjölinn. Ég áttaði mig á því að ég var ekki á þeim stað sem ég hélt sjálfur að ég væri á. Ég fór til Betu Reynis næringarfræðings sem hjálpaði mér í gegnum ákveðinn brimskafl sem var að angra mig en hann var sá að ég var sólginn í einföld kolvetni; ég átti það til að baka tertur og borða þær mest sjálfur. Og þegar ég áttaði mig á þessu og hafði tekið til í mataræðinu – tekið ýmislegt út og sett annað inn eins og fitu – þá fór mér að líða betur. Svo hef ég líka aukið hreyfingu mína bæði innan- og utanhúss. Ég reyni að hafa fjölbreytta hreyfingu svolítið eftir árstímum og mér finnst vera dásamlegt að fara út í göngtúra og fjallgöngur.

Naflaskoðunin

Við þurfum öll að fara reglulega í naflaskoðun þar sem við þurfum að átta okkur aðeins á hvar við erum stödd í lífinu, hvert við stefnum og átta okkur á hverjir eru í kringum okkur, hvort það fólk hafi góð áhrif á okkur og hvort við erum í alvörunni hamingjusöm í hjartanu. Það veitir líka ánægju að láta drauma sína rætast. Láta sig dreyma drauma, litla og stóra, bretta upp ermar og láta þá rætast. Það má minna sig á að makar lesi sjaldnast hugsanir, í raun aldrei. Þess vegna þarf fólk að deila hugmyndum sínum og hugðarefnum með makanum og öfugt.

Sagt hefur verið að traustur vinur geti gert kraftaverk. Öll þurfum aðstoð í gegnum lífið á einhvern hátt. Það er einhver sem leiðir okkur áfram svo sem fagmaður eða góðir vinir því að hluti af hamingjunni er að verða betri útgáfa af sjálfum sér heldur en maður var á síðasta ári. Fólk er kannski með einhverja fortíðar poka á bakinu sem þarf að minnka í og eitthvað gamalt sem er að angra okkur og þá er kjörið að fá til þess aðstoð fagfólks. Svo er gott fólk gulls ígildi; gott fólk sem hlustar á okkur og gefur góð ráð. Vinur er sá er til vamms segir.

Munum að það er ekki til ein fullkomin uppskrift að góðu lífi. Mannfólkið er ólíkt og það sem veitir einum hamingju í hjarta skiptir aðra minna máli.

.

HREYFINGHAMINGJA

😊

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Súkkulaði- og bananakúlur

Súkkulaði- og bananakúlur. Í dag fögnum við sex ára afmæli með Ólafi sem hefur beðið spenntur eftir þessum degi í margar vikur. Ólafur afar hæfileikaríkur og er mjög góður að semja um ýmislegt og á gefst ekki auðveldlega upp í samningunum.

Konfektkökur – verðlaunasmákökur

Konfektkökur

Konfektkökur. Besta smákakan 2014. Smákökusamkeppni Gestgjafans og Kornax var óvenju fjölbreytt í ár, það bárust tæplega 160 tegundir en dómnefndin var sammála um að þessar smákökur ættu verðlaunin skilið. Austfirðingurinn Guðríður Kristinsdóttir bakaði þær af mikilli natni.

Svikið útlent berjamauk (syltutöj)

Svikið útlent berjamauk (syltutöj)
Töluvert er hér notað af útlendu berjamauki (syltutöj). Er það illa farið, því að bæði er það óhollasta ávaxtanautnin og útlenda berjamaukið oft svikið, og sorglegt að vita til þess, hve miklir peningar fara út úr landinu fyrir það og saft, sem lítið á skylt við ávexti, sem að eins er sykurlögur litaður með anilínlit. Af innlendum ávöxtum höfum vér aðallega ber. Rabarbara má nota á sama hátt sem ávexti (handa heilbrigðu fólki). Rabarbari ætti að vera til á hveru einasta íslenzku heimili, því að hann getur vaxið svo að segja fyrirhafnarlaust.

Handaband – persónulegt og hlýlegt

Handaband

Handaband. Talið er að það taki okkur aðeins nokkrar sekúndur að ákveða hvort okkur líkar við persónu sem við hittum í fyrsta skipti. Handaband getur sagt margt um persónuleika og hlýleika þess sem heilsar. Að taka í höndina á annari manneskju getur táknað meira en sjálfsagða kurteisi, ekki síst þegar um viðskipti er að ræða. Það getur sagt talsvert um traust, áreiðanleika, hreinskiptni og falsleysi.