Steiktir þorskhnakkar með Hollandaise sósu

Steiktir þorskhnakkar með strengjabaunum, kartöflumús og Hollandaise sósu svala davíð pitt david pitt þingeyri dýrafjörður gamli spítalinn fiskur steiktur steiktir þorskhnakkar þorskhnakki steiktur fiskur
Steiktir þorskhnakkar með strengjabaunum, kartöflumús og Hollandaise sósu

Steiktir þorskhnakkar með Hollandaise sósu

Hjónin Svala Lárusdóttir og Davíð Pitt keyptu eitt elsta húsið á Þingeyri við Dýrafjörð fyrir nokkrum árum og endurgerðu glæsilega svo það er nú bæjarprýði hin mesta. Húsið þeirra, gamli spítalinn á Þingeyri, var byggt árið 1908 og starfrækt sem slíkt í tæpa hálfa öld.

Smjörsteiktir þorskhnakkar brögðuðust einstaklega vel, með þeim voru strengjabaunir, kartöflumús og Hollandaise sósa. Smjör og meira smjör 🙂 Yfir borðhaldinu var rifjuð upp skemmtileg setning úr myndinni Last Holiday þar sem Gerard Depardieu segir með sínum þykka franska hreim: The secret to life it´s Butter.

ÞINGEYRIFISKRÉTTIR — DÝRAFJÖRÐUR ÞORSKURFISKUR Í OFNIHOLLANDAISE

.

Útsýnið úr borðstofunni er yfir höfnina á Þingeyri

Steiktir þorskhnakkar. Þorskhnökkunum var velt upp úr eggi og svo hveiti, kryddaðir með salti og pipar og steiktir á pönnu í smjöri.

Ofan á var steiktur laukur og paprika sem þau létu malla í smjöri við lágan hita í langan tíma.

Hollandaise-sósa

5 eggjarauður
250 g smjör – brætt
ca 1 msk sítrónusafi
salt og pipar.

Setjið eggjarauður í ílát sem þolir hita og í pott með svolítlu vanti í – hitið varlega. Pískið allan tímann og fylgist vel með hitanum. Vatnið undir á að hitna upp að suðu en alls ekki að bullsjóða. Pískið áfram og bætið smjörinu smám saman út í. Þegar allt smjör er komið saman við þarf að halda áfram að píska þar til að sósan þykknar.
Bætið sítrónusafanum út í. Saltið sósuna og piprið.

Smjörsteiktir þorskhnakkar með lauk og papriku

.

ÞINGEYRIFISKRÉTTIR — DÝRAFJÖRÐUR ÞORSKURFISKUR Í OFNIHOLLANDAISE

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.