Steiktir þorskhnakkar með Hollandaise sósu

Steiktir þorskhnakkar með strengjabaunum, kartöflumús og Hollandaise sósu svala davíð pitt david pitt þingeyri dýrafjörður gamli spítalinn fiskur steiktur steiktir þorskhnakkar þorskhnakki steiktur fiskur
Steiktir þorskhnakkar með strengjabaunum, kartöflumús og Hollandaise sósu

Steiktir þorskhnakkar með Hollandaise sósu

Hjónin Svala Lárusdóttir og Davíð Pitt keyptu eitt elsta húsið á Þingeyri við Dýrafjörð fyrir nokkrum árum og endurgerðu glæsilega svo það er nú bæjarprýði hin mesta. Húsið þeirra, gamli spítalinn á Þingeyri, var byggt árið 1908 og starfrækt sem slíkt í tæpa hálfa öld.

Smjörsteiktir þorskhnakkar brögðuðust einstaklega vel, með þeim voru strengjabaunir, kartöflumús og Hollandaise sósa. Smjör og meira smjör 🙂 Yfir borðhaldinu var rifjuð upp skemmtileg setning úr myndinni Last Holiday þar sem Gerard Depardieu segir með sínum þykka franska hreim: The secret to life it´s Butter.

ÞINGEYRIFISKRÉTTIR — DÝRAFJÖRÐUR ÞORSKURFISKUR Í OFNIHOLLANDAISE

.

Útsýnið úr borðstofunni er yfir höfnina á Þingeyri

Steiktir þorskhnakkar. Þorskhnökkunum var velt upp úr eggi og svo hveiti, kryddaðir með salti og pipar og steiktir á pönnu í smjöri.

Ofan á var steiktur laukur og paprika sem þau létu malla í smjöri við lágan hita í langan tíma.

Hollandaise-sósa

5 eggjarauður
250 g smjör – brætt
ca 1 msk sítrónusafi
salt og pipar.

Setjið eggjarauður í ílát sem þolir hita og í pott með svolítlu vanti í – hitið varlega. Pískið allan tímann og fylgist vel með hitanum. Vatnið undir á að hitna upp að suðu en alls ekki að bullsjóða. Pískið áfram og bætið smjörinu smám saman út í. Þegar allt smjör er komið saman við þarf að halda áfram að píska þar til að sósan þykknar.
Bætið sítrónusafanum út í. Saltið sósuna og piprið.

Smjörsteiktir þorskhnakkar með lauk og papriku

.

ÞINGEYRIFISKRÉTTIR — DÝRAFJÖRÐUR ÞORSKURFISKUR Í OFNIHOLLANDAISE

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Súkkulaðihúðaðar jólasmákökur með pekanhnetum

Súkkulaðihúðaðar smákökur

Súkkulaðihúðaðar jólasmákökur með pekanhnetum - Hugrún Britta Kjartansdóttir lenti í 3.sætið í smákökusamkeppni Kornax 2016. Hún er vel að þriðja sætinu komin og það fyrsta sem kom upp í minn huga þegar ég smakkaði þær var í fyrsta lagi: Mig langar í kaffi með þeim og í öðru lagi: Mig langar í fleiri.... :) Hjá öðrum dómnefndarmönnum mátti heyra: „Sparikaka og maður nýtur hvers bita fyrir sig" - Jólaömmukaka með gamaldags ívafi" og „Það eru notalegheit sem fylgir henni"

Alberteldar FIMM ÁRA – gaman að segja frá því

Alberteldar FIMM ÁRA - gaman að segja frá því að í dag eru slétt fimm ár síðan þessi síða fór í loftið. Síðan þá hafa birst tæplega þúsund færslur. Innlitin eru rétt tvær milljónir.

Í tilefni dagsins er hér fyrsta uppskrifin sem birtist:

Borðum OMEGA 3

Valhnetur Omega 3

Borðum OMEGA 3. Ætli megi ekki segja að lax, valhnetur, chiafræ og hörfræ séu bestu omega 3 gjafarnir. Þannig þarf ekki nema 114 g af soðnum laxi og 1/4 b af valhnetum til að líkaminn fái daglega nægju sína.