Mannasiðir – karlmennska og kurteisi á nýrri öld

borðsiðir kurteisi mannasiðir etiquette fyrirlestur fyrirlestrar skemmtilegur hressandi
Farið var yfir borðsiði, mannasiði og ýmislegt annað hjá Round Table. Í lokin voru líflegar umræður.

Karlmennska á nýjum tímum

Hittum bráðhressan karlaklúbb og spjölluðum við þá á léttum nótum um borðsiði og karlmennsku á nýjum tímum. Þó að grunnurinn í borðsiðum og kurteisi sé alltaf sá sami þá er eitt og annað sem tekur breytingum. Það sem þótti sjálfsagt og eðlilegt um síðustu aldamót á ekki endilega við í dag. Undanfarið höfum við farið í gegnum miklar viðhorfsbreytingar í tengslum við metoo og margir karlmenn eru að endurskoða framkomu sína, óttast jafnvel að gamaldags herramennska, „damen er först“ og allt það, sé úrelt og jafnvel auðmýkjandi. Svörin liggja ekki í augum uppi, en víst er að miklar hræringar eiga sér stað og margt að færast til betri vegar, en við megum aldrei tapa virðingu, tillitssemi og hreinlyndi gagnvart hvert öðru.

Nánari upplýsingar: s. 864 2728, albert.eiriksson@gmail.com eða alberteldar

KURTEISI/BORÐSIÐIRFYRIRLESTRAR

.

Fyrirlestur um borðsiði, mannasiði og ýmislegt annað. T.h. með Sigurði Kristinssyni.

.

— MANNASIÐIR-KURTEISI-KARLMENNSKA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Kransakonfekt

Kransakonfekt

Kransakonfekt. Í fermingarveislunni um daginn var boðið uppá kransakonfekt. Passlega bakaðar kransakökur geta verði ljúffengar og gaman að smakka í hófi (svona einu sinni á ári), hins vegar eru ofbakaðar kranskakökur einstaklega óspennandi - bæði þurrar og harðar. Það var auðsótt að fá uppskriftina til birtingar hér á síðunni og baksturinn á kökunum var fullkominn.

Borðað í Brussel – kaffihús, veitingastaðir, vöfflur, kræklingur, franskar og margt fleira gott

Borðað í Brussel. Á vegum Ferðaskrifstofunnar Mundo verður farin matar- og sælkeraferð til Brussel í haust. Við fórum og könnuðum aðstæður og prófuðum áhugavera staði og leituðum að bestu vöfflunni í Brussel. í Morgunblaðinu birtist grein um ferðina. Þar er bæði okkar upplifun og neðst nefndu nokkrir sem vel þekkja til í Brussel sína uppáhaldsstaði.