Jóladraumur – verðlaunasmákökur

sweetened coconut flakes sætt kókosmjöl Dómnefndin: Eva María, Auðjón, Jóhannes og Albert Jóladraumur, höfundur: Þorsteinn Hængur Jónsson
Jóladraumur, jólasmákökur Þorsteins Hængs Jónssonar

Þorsteinn Hængur Jónsson lenti í þriðja sæti í smákökusamkeppni Kornax með Jóladraum.

FYRSTA SÆTIÐANNAÐ SÆTIÐSMÁKÖKUSAMKEPPNISMÁKÖKURKORNAXJÓLINSÆTT KÓKOSMJÖL

🎄

Jóladraumur

Innihald:
1 ½ bolli Kornax hveiti
½ msk lyftiduft
½ msk matarsódi
1 góð matskeið kanill
½ tsk salt
170 g mjúkt smjör
120 g sykur
120 g púðursykur
2 egg
1 lok vanilludropar
1 ½ bolli Síríus rjómasúkkulaðidropar
1 ½ bolli haframjöl
1 bolli mjúkt kókosmjöl (sweetened coconut flakes)
1 bolli saxaðar pekanhnetur

Fylling
100 g smjör
200 g púðursykur
150 g mjúkt kókosmjöl
10 ljósar töggur
½ dl rjómi

Fylling aðferð
Sett í pott og soðið saman við vægan hita í 3-4 mínútur eða þar til töggurnar eru bráðnaðar

Aðferð
Hrærið smjörið í eina mínútu, bætið síðan sykrinum saman við og hrærið áfram í 2 mínútur. Næst eru eggin sett í, annað í einu og vanilludroparnir. Þegar þetta hefur blandast vel saman þá bætum við hveiti við og öðrum þurrefnum. Að seinustu fara súkkulaðidroparnir, hafrarnir, kókosmjölið og hneturnar út í.

Búið til kúlur, setjið á bökunarplötu, gerið holu í miðjuna með þumli eða notið korktappa af vínflösku. Bakið við 180 gráðu hita í 10-13 mínútur. Um leið og kökurnar eru teknar úr ofninum þarf að dælda aftur miðjuna eins og áður. Þegar fyllingin hefur aðeins kólnað, takið sirka teskeið af fyllingu, eða eins og holan leyfir og setjið hana ofan í. Stráið litlu magni af grófu salti yfir fyllinguna. Skreytið kökurnar með bræddu súkkulaði ef vill.

Jóladraumur, höfundur: Þorsteinn Hængur Jónsson

Dómnefndin: Eva María, Auðjón, Jóhannes og Albert

🎄

FYRSTA SÆTIÐANNAÐ SÆTIÐSMÁKÖKUSAMKEPPNISMÁKÖKURKORNAXJÓLIN

JÓLADRAUMUR

🎄

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Sesamostastangir

Sesamostastangir. Fyrir stórafmæli Signýjar á dögunum bað hún nokkra gesti að létta undir með því að koma með veitingar á kaffiborðið. Mjög gott fyrirkomulag og þægilegt. Það sem kallað hefur verið Pálínuboð. Kata Finnboga kom með sesamostastangir og stóran Brie ost með. Hún tók vel í að deila uppskriftinni og tók fram að stangirnar yrðu bestar með því að nota bragðmikinn ost í deigið.

Engiferteriyaki hlýri

Engifer teriyaki hlýri. Af einhverjum ástæðum lauma ég alltaf meira af hvítlauk og engifer en sagt er í uppskriftum, en reyni að stilla í hóf hér. Þeir sem vilja láta „bíta svolítið í“ geta því aukið magnið, en í báðum tilfellum er hann ægigóður.

Eplaferningar og kaffiboð hjá Maríu

Eplaferningar. María frænka mín einstaklega flink í eldhúsinu og er líka súpergóður gestgjafi. Ég á óteljandi margar dásemdarstundir í eldhúsinu hennar og við eldhúsborðið. Eitt sinn bauð hún Sætabrauðsdrengjunum í kvöldkaffi og það var hún sem bakaði færeysku eplakökuna. María bauð okkur mömmu í kaffi og mömmu sinni líka sem er föðursystir mín. Auk eplaferninganna var heimabakað brauð með allskonar áleggi, bakaður gullostur með sírópi og furuhnetum og ég man bara ekki hvað og hvað...