Dropi – hreint alvöru íslenskt lýsi

Dropi er hreint íslenskt þorskalýsi. Náttúruleg uppspretta omega3, D og A vítamíns. dropi bolungarvík bolungavík
Dropi er hreint íslenskt þorskalýsi og náttúruleg uppspretta omega3, D og A vítamíns. Lýsi inniheldur omega-3 fitusýrur sem eru mikilvægar fyrir eðlilega starfsemi líkama okkar. Omega-3 fitusýrur eru nauðsynlegar fitusýrur, sem þýðir að líkami okkar getur ekki framleitt þær og við verðum að fá þær úr fæðunni.

Dropi er hreint íslenskt þorskalýsi framleitt í Bolungarvík. Náttúruleg uppspretta omega 3, D og A vítamíns.

🇮🇸

DROPI.ISFEITUR FISKURBOLUNGARVÍKFISKRÉTTIRÍSLENSKT

🇮🇸

Dropi þorskalýsi er eingöngu kaldunnið til þess að varðveita alla náttúrulega eiginleika olíunnar. Olían inniheldur hreina og náttúruleg vítamín A- og D, ásamt omega-3 og aðrar fitusýrur. Engin gerviefni eða viðbætt vítamín er bætt við olíuna. Dropi er eingöngu framleiddur úr ferskri þorsklifur úr Atlantshafsþorski (Gadus morhua). Fiskurinn er keyptur af fiskmarkaði, en hann er veiddur af dagróðrarbátum á Vestfjarðarmiðum, sem eru ein hreinustu fiskimið í Atlantshafi.

Þessi gæðavara er framleidd samkvæmt alþjóðlega gæðastaðlinum HACCP, en honum er ætlað að tryggja öryggi matvæla.

Framleiðsla Dropa er byggð á fornri aðferð, en er þó framleidd á skemmri tíma en áður fyrr. Lágt hitastig er notað allt framleiðsluferlið og fer hitinn aldrei yfir 42°C. Við þetta lága hitastig viðhaldast náttúrulega vítamín og næringarefni og því flokkast Dropi sem jómfrúarolía og hráfæði.

Þorsklifrin

Árla morguns fara sjómenn í Bolungarvík út á haf á bátum sínum með beitningarbala. Sumir með bala sem beittir eru í landi daginn áður, aðrir með bala sem beittir eru í vélum um borð. Eftir veiði dagsins halda bátarnir í heimahöfn þar sem ferskum aflanum er landað. Fiskurinn er verkaður og seldur á fiskmarkaði, þaðan sem við kaupum lifrina. Við fáum hana svo afhenta ferska á ís. Afurðin er því fersk allt vinnsluferlið.

100% náttúruleg framleiðsla

Allt vinnsluferlið á Dropa olíu er styttra en almennt þekkist í framleiðslu á þorskalýsi í heiminum. Við notum lágt hitastig, undir 42°C til þess að viðhalda eiginleikum lifrarinnar. Þá er framleiðslan háð náttúrulegum eiginleikum eins og veðri, aðstæðum á fiskimiðum og stofni Atlantshafsþorsksins. Þar sem við notum eingöngu ferska lifur getum við ekki ákveðið framleiðslu með löngum fyrirvara, þar sem veður þarf að vera hagstætt svo sjómenn nái að stunda sjóinn.

Texti: HEILSUHÚSIÐ

Færslan er unnin í samvinnu við Dropa.is

🇮🇸

DROPI.ISFEITUR FISKURBOLUNGARVÍKFISKRÉTTIRÍSLENSKT

🇮🇸

 

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Blómkáls kúskús salat

Kús kús blómkálssalat

Blómkáls kús kús salat. Blómkál er uppfullt af c og k vítamínum og fyrir ykkur sem hugsið um hitaeiningar: blómkál inniheldur örfáar hitaeiningar. En blómkál er frekar tormelt og því mikilvægt að tyggja það vel, eða skella því í matvinnsluvélina. Á Indlandi er turmeric kryddað blómkál gamalt húsráð til að styrkja ónæmiskerfið og hreinsa út bakteríur. Þetta salat getur hvort heldur verið aðalréttur eða meðlæti.

Peru- og eplabakstur með kínóa og pekanhnetum

Peru- og eplabakstur með kínóa og pekanhnetum Það er hressilegt að skoða uppskriftir sem kannski eru ekki komnar til ára sinna en þó - þessi glaðlegi saumaklúbbur varð til er þær fluttu flestar austur aftur í kringum aldamótin að loknu námi og settust að í Garðaholtinu á Fáskrúðsfirði. Í góðlátlegu gríni segjast þær fljótlega hafa uppgötvað að þær höfðu ekki fengið boð um að vera í neinum saumaklúbbum svo að þær tóku saman ráð sín og stofnuðu sinn eigin. Fyrst var hist hálfs mánaðarlega en núna koma þær saman einu sinni í mánuði.

Sjónvarpskaka – þessi eina sanna og alltaf jafn klassísk

Sjónvarpskaka - þessi eina sanna og alltaf jafn klassísk. Fólk sem bakar mikið skrifast sjaldnast við uppskriftirnar aðferða, hita á ofni eða hversu lengi á að baka. Það hefur einhverja óútskýrða tilfinningu fyrir þessu. Halldóra systir mín sendi mér uppskirft að Sjónvarpsköku. Þar er engin lýsing á neinu. ég skrifaði til baka hvort ég ætti að baka hana í 30 mín. Svarið kom strax: CA

Apríkósukryddmauk

aprikosukryddmauk

Apríkósukryddmauk á vel við með mörgum réttum, t.d. bauna-, grænmetis- og kjötréttum.  Svo má líka nota það ofan á (ristað)brauð og með ostum. Þegar ég smakkaði apríkósumauk í fyrsta sinn upplifði ég það eins og ígildi góðrar sósu.