Smalabaka

Smalabaka baka kartöflumús hakk lambahakk hakkréttur einfaldur fljótlegur
Smalabaka

Smalabaka

Grunnurinn í smalaböku (Shepherd’s pie) er hakk í sósu, kartöflumús ofan á sem síðan er bakað í ofni. Til eru fjölmargar uppskriftir og varla hægt að segja að einhver ein sé sú rétta. Margir nota gulrætur og grænar baunir úr dós í smalaböku í staðinn fyrir frosnu baunirnar og maísbaunir. Þægilegur, einfaldur og góður matur.

.

KJÖTHAKKBÖKURKARTÖFLUMÚSGRÆNAR BAUNIR

.

Smalabaka

3 msk ólífuolía
1 laukur
500 g hakk
1 tsk rósmarín
1 tsk timían
salt og pipar
2-3 hvítlauksrif, söxuð
3 msk tómatpuré
kjötkraftur
Smá vatn (ef þarf)
2 msk hveiti
1,5 dl frosnar grænar baunir
1 dl niðursoðnar maísbaunir
steinselja

Saxið laukinn og steikið í olíu. Bætið við hakki og látið malla. Bætið við rósmaríni, timían, salti, pipar og hvítlauk, tómatpuré, nautakrafti og vatni.
Sjóðið í nokkrar mínútur. Slökkvið undir, stráið hveitinu yfir og hrærið því síðan saman við.
Bætið við grænum baunum og maís.
Setjið í eldfast form, kartöflumús yfir og bakið við 175°C í um 30 mín eða þangað til kartöflumúsin hefur tekið lit.

🐑

KJÖTHAKKBÖKURKARTÖFLUMÚSGRÆNAR BAUNIR

SMALABAKA

🐑

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Bakaður Brie með fíkjum, valhnetum og pistasíum – Þrusugott

Bakaður Brie með fíkjum, valhnetum og pistasíum. Við hittummst nokkur bekkjarsystkini úr grunnskóla og héldum kaffiboð (Pálínuboð) fyrir blað Franskra daga sem var að koma út. Það er afskaplega hressandi að hitta æskuvini sína eftir mörg ár. Brie ostur mun vera franskur að uppruna og á því vel við í umfjöllun um Franska daga í franskasta bæ landsins, Fáskrúðsfirði.