Súkkulaðiterta með Baileys/Kahlúakremi

Súkkulaðiterta með Baileys/Kahlúakremi gunna sigga guðrún sigríður matthíasdóttir ísafjörður terta baileys kahlua
Súkkulaðiterta með Baileys/Kahlúakremi.

Súkkulaðiterta með Baileys/Kahlúakremi.

Guðrún Sigríður Matthíasdóttir er móttökuritari hjá Háskólasetri Vestfjarða á Ísafirði. Hún er fræg fyrir matseld og bakstur og galdrar fram kaffimeðlæti með bros á vör. Gunna Sigga tók vel í að baka tertu fyrir bloggið, en þegar við komum til hennar var hún búin að útbúa hlaðborð af fallega fram bornum veitingum. Allt bragðaðist undur vel. Gunna Sigga er nefnilega ein af þessum matmæðrum sem hafa einhvern x-factor í fingrunum sem gerir allt sem þær búa til svo lystugt.

.

SÚKKULAÐITERTURBAILEYSKAHLÚAPÖNNUKÖKURÍSAFJÖRÐUR

.

Albert og Gunna Sigga

Súkkulaðiterta með Baileys/Kahlúakremi

Botnar
250 gr hveiti
250 gr sykur
125 gr brætt smjörlíki
100 ml Súrmjólk/AB mjólk
1/2 tsk salt
1 tsk lyftiduft
1 tsk matarsódi
1,5 tsk vanilludropar
4 msk kakó
3 egg
Hrærið öllum hráefnunum saman og bakið tvo botna á 160°C í 25-30 mín. ATH! Uppskriftin er fyrir 2 botna en það er bara notaður annar botninn.

Kremið.

4 eggjarauður
1 og ½ dl. flórsykur
20 makkarónukökur brotnar í kremið / hellið aukavíni yfir kökurnar
2 matarlímsblöð
¼ líter rjómi þeyttur
½ dl. Baileys/Kahlúa í kremið.

Stingið hvítum marensbrotum og makkarónukökum niður í kökuna. Hellið súkkulaðisírópi eða súkkulaðisósu yfir (ekki of mikið).

Pönnukökur Gunnu Siggu, hún segist vera af mikilli pönnukökuætt

Pönnukökur

3 dl. hveiti
2 msk sykur
½ tsk lyftiduft
¼ tsk salt
5 dl. mjólk
1-2 egg
2 msk olía eða smjörlíki
1-2 tes. vanilludropar/sítrónudropar.

Hrærið vel saman þurrefnum og mjólk saman og síðan egg, olía og dropar. Bakið pönnukökurnar.

Gunna Sigga er svo heppin að fangamark hennar er GSM. Þetta skemmtilega skilti er nú stofustáss hjá henni.
Gunna Sigga og Albert
Í hjáverkum framleiðir Gunna Sigga skartgripi

.

SÚKKULAÐITERTURBAILEYSKAHLÚAPÖNNUKÖKURÍSAFJÖRÐUR

SÚKKULAÐITERTA MEÐ BAILYS/KAHLÚAKREMI

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Rauðrófumauk

rauðrófumauk

Rauðrófumauk. Diddú á gríðargott safn góðra uppskrifta og laumar að okkur einni og einni. Þessi kemur frá henni. Rauðrófumaukið er gott ofan á brauð, með ostum eins og hummus.

Matmálstímar séra Ólafs á Kolfreyjustað

Matmálstímar séra Ólafs Indriðasonar á Kolfreyjustað „Fyrir föður minn var ætíð dúkur breiddur inni í húsi hans og borið á borð að öllu eins og nú er siður. Þar borðaði móðir mín með honum stundum, en stundum borðaði hún í búrinu um leið og hún skammtaði.

Rice krispies múffur

Rice krispies múffur. Það sem mér hefur helst þótt að Rice Krispies kökum/múffum er að oft er allt of mikið að sírópi og stundum notaður sykur líka - gleymum ekki að Rice Krispies eitt og sér er hlaðið sykri. Þorbjörg kom með Rice krispies múffur í föstudagskaffið í vinnunni sem voru ekki dýsætar. Annars eigum við að taka höndum saman og minnka sykur í mat.

Bláber eru með hollustu fæðutegundum

blaber

Bláber. Sífellt fleiri rannsóknir styðja mátt andoxunarefna í líkamanum. Nú síðast gerði matvælafræðinemi í South Dakota State University, Marin Plumb, rannsóknir á bláberjum. Hún komst að því að bláber halda næringargildi sínu jafnvel eftir sex mánuði í frysti. Marin mældi andoxunarefni í bláberjum sem höfðu verið frosin í einn, þrjá og fimm mánuði. Ekki aðeins hélst næringargildið, en að auki jókst þéttni anthocyanins.

Fyrri færsla
Næsta færsla