Gústudraumur

koktelávextir ávaxtarjómi niðursoðnir ávextir marengs súkkulaðikrem súkkulaðirjómakrem Gústudraumur ágústa þórólfsdóttir PÍANÓ kennari ísafjörður hnífsdalur dísudraumur gústudraumur svamptertubotn svampbotn
Gústudraumur er útgáfa Ágústu af hinum fræga Dísudraumi

Gústudraumur

Ágústa Þórólfsdóttir píanókennari á Ísafirði hefur þróað sína útgáfu af Dísudraumnum fræga sem eðlilega kallast Gústudraumur – en ekki hvað. Ofan á svamptertubotninn setur hún þeyttan rjóma og blandar saman við hann koktelávöxtum.

DÍSUDRAUMURÁGÚSTA ÞÓRÓLFSTERTURHNÍFSDALURÍSAFJÖRÐURPÍANÓFÖSTUDAGSKAFFIKOKTELÁVEXTIR

.

Rachelle og Ágústa sáu um kaffimeðlætið í vinnunni – föstudagskaffið á þriðjudegi

Gústudraumur 

Svamptertubotn
2 egg
70 g sykur
30 g hveiti
35 g kartöflumjöl

Þeytið egg og sykur þar til blandan er hvít. Sigtið hveiti og kartöflumjöl út í og þeytið vel saman. Setjið í tertuform og bakið við 200°C í 5 mínútur, lækkið síðan hitann í 180°C og bakið áfram í 7 mínútur. Hvolfið á tertudisk.

Marengsbotn
3 eggjahvítur
150 g flórsykur

Þeytið saman á fullum styrk í a.m.k. 10 mínútur, svo að hægt sé að hvolfa skálinni án þess að hvíturnar hreyfist. Bakið við 100°C í 2 klst., opnið ofninn ekki, látið kólna í ofninum.

Súkkulaðirjómakrem
3 eggjarauður
4 msk flórsykur
70 g brætt suðusúkkulaði
2 1/2 dl rjómi

Þeytið rauður og flórsykur vel saman. Bræðið súkkulaðið, hellið út í og þeytið áfram á meðan. Þeytið rjómann og blandið honum varlega saman við kremið.

Ávaxtarjómi
1/2 lítri rjómi
1 ds koktelávextir

Þeytið rjómann – takið svolítið frá af honum til að nota ofan á marengsinn. Sigtið safann frá koktelávöxtunum og bætið þeim saman við rjómann.

Tertan sett saman:
-Látið svampbotn á tertudisk, vætið með nokkrum matskeiðum af koktelávaxtasafanum.
-Setjið koktelávextarjómann yfir botninn.
-Setjið þunnt lag af súkkulaðirjómakreminu yfir.
-Leggið marengsinn ofan á.
-Smyrjið restinni af þeytta rjómanum yfir.
-og loks fer súkkulaðirjómakremið yfir og á hliðarnar.

Gústudraumur er útgáfa Ágústu af hinum fræga Dísudraumi

.

DÍSUDRAUMURÁGÚSTA ÞÓRÓLFSTERTURHNÍFSDALURÍSAFJÖRÐURPÍANÓFÖSTUDAGSKAFFIKOKTELÁVEXTIR

GÚSTUDRAUMUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Bláberjapæ sem bragðast afar vel

 

Bláberjapæið

Bláberjapæ. Á ferðalagi Sætabrauðsdrengjanna um landið buðu heiðurshjónin Kristján og Ragna í mat. Í eftirrétt var bláberjapæ sem bragðaðist afar vel og var borðað upp til agna (eins og allt hitt sem er borið á borð fyrir drengina).

Jólalegt rauðrófu- og eplasalat – algjörlega ómissandi með hátíðarmatnum

Jólalegt rauðrófu- og eplasalat - algjörlega ómissandi. Ætli þetta sé ekki jólalegasta salat allra tíma. Passar með matnum alla hátíðina, hvort sem við erum að tala um svín, fugl, villibráð, naut, lamb eða hnetusteik. Það er fínt að útbúa salatið með góðum fyrirvara og geyma það í ísskápnum. Njótið í botn og munið að útbúa extra mikið til að narta í seinna.