Kænugarðsterta – Київський торт (Kievski tort)
Mikið er ánægjulegt að fræðast um lönd í gegnum mat og matarsögu. Hér er terta sem kennd er við höfuðborg Úkraínu, Kænugarð. Einfalda útskýringin á Kænugarðstertu eru tveir svampbotnar, heslihnetumarengs á milli og krem. Klárlega ein besta terta sem ég hef bragðað á, engin furða að hún sé svona þekkt og vinsæl. En eins og gengur eru til ýmsar útgáfur af þessari frægu tertu.
🇺🇦
— ÚKRAÍNA — TERTUR — MARENGS — HESLIHNETUR —
🇺🇦
Kænugarðsterta – Kiev cake – Київський торт
Botn
5 egg
3/4 b sykur
1 b hveiti
1/3 tsk salt
Þeytið vel saman egg og sykur.
Bætið við hveiti og salti. Bakið í tertuformi við 170°C í um 25 mín
Látið kólna
Heslihnetumarengs
6 eggjahvítur
1 1/3 b sykur
1 b saxaðar heslihnetur.
Stífþeytið eggjavhítur og sykur, bætið heslihnetum saman við.
Bakið í jafnstóru formi og botninn. á 150°C í um 3 klst.
Látið kólna.
2-3 dl apríkósusulta (jarðarberjasulta eða ferskjusulta)
Krem
6 eggjarauður
8 msk vatn
8 msk rjómi
1 msk vanillusykur
100 g dökkt súkkulaði
400 g smjör
Setjið eggjarauður, vatn, rjóma og vanillu í pott og hitið. Hrærið vel í. Takið af þegar hræran er farin að þykkna og komin að suðu.
Bætið súkkulaði saman við. Hrærið í. Látið kólna. Þeytið smjörið í hrærivél og bætið súkkulaðiblöndunni saman við.
Tertan sett saman.
Skerið tertubotninn í tvennt, opnið og dreifið sultunni á báða hlutana.
Látið annan botninn á tertudisk með sultuna upp.
Setjið þunnt lag af kremi yfir.
Leggið heslihnetumarengsinn yfir.
Aftur þunnt lag af kremi.
Loks seinni botninn (sultuna niður)
Smyrjið restinni af kreminu yfir tertuna og á hliðarnar.
🇺🇦
— ÚKRAÍNA — TERTUR — MARENGS — HESLIHNETUR —
— KÆNUGARÐSTERTA —
🇺🇦