Kænugarðsterta – Kiev cake – Київський торт

Kænugarðsterta - Kiev cake - marengs marengsterta heslihnetur heslihnetumarengs Київський торт úkraína úkraínskur matur
Kænugarðsterta – Kiev cake – Київський торт

Kænugarðsterta – Київський торт (Kievski tort)

Mikið er ánægjulegt að fræðast um lönd í gegnum mat og matarsögu. Hér er terta sem kennd er við höfuðborg Úkraínu, Kænugarð. Einfalda útskýringin á Kænugarðstertu eru tveir svampbotnar, heslihnetumarengs á milli og krem. Klárlega ein besta terta sem ég hef bragðað á, engin furða að hún sé svona þekkt og vinsæl. En eins og gengur eru til ýmsar útgáfur af þessari frægu tertu.

🇺🇦

— ÚKRAÍNA  — TERTURMARENGSHESLIHNETUR

🇺🇦

Kænugarðsterta – Kiev cake – Київський торт

Kænugarðsterta – Kiev cake – Київський торт

Botn
5 egg
3/4 b sykur
1 b hveiti
1/3 tsk salt

Þeytið vel saman egg og sykur.
Bætið við hveiti og salti. Bakið í tertuformi við 170°C í um 25 mín
Látið kólna

Heslihnetumarengs

6 eggjahvítur
1 1/3 b sykur
1 b saxaðar heslihnetur.

Stífþeytið eggjavhítur og sykur, bætið heslihnetum saman við.
Bakið í jafnstóru formi og botninn. á 150°C í um 3 klst.
Látið kólna.

2-3 dl apríkósusulta (jarðarberjasulta eða ferskjusulta)

Krem
6 eggjarauður
8 msk vatn
8 msk rjómi
1 msk vanillusykur
100 g dökkt súkkulaði
400 g smjör

Setjið eggjarauður, vatn, rjóma og vanillu í pott og hitið. Hrærið vel í. Takið af þegar hræran er farin að þykkna og komin að suðu.
Bætið súkkulaði saman við. Hrærið í. Látið kólna. Þeytið smjörið í hrærivél og bætið súkkulaðiblöndunni saman við.

Tertan sett saman.

Skerið tertubotninn í tvennt, opnið og dreifið sultunni á báða hlutana.
Látið annan botninn á tertudisk með sultuna upp.
Setjið þunnt lag af kremi yfir.
Leggið heslihnetumarengsinn yfir.
Aftur þunnt lag af kremi.
Loks seinni botninn (sultuna niður)
Smyrjið restinni af kreminu yfir tertuna og á hliðarnar.

🇺🇦

— ÚKRAÍNA  — TERTURMARENGSHESLIHNETUR

KÆNUGARÐSTERTA

🇺🇦

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.