Auglýsing
Túnfisk- og nýrnabaunasalat sem getur bæði staðið eitt og sér sem léttur málsverður eða sem meðlæti. úkraína salat túnfisksalat salat nýrnabaunir úkraínskur matur
Túnfisk- og nýrnabaunasalat sem getur bæði staðið eitt og sér sem léttur málsverður eða sem meðlæti.

Úkraínskt túnfisk- og nýrnabaunasalat – Салат з тунцем та квасолею

Ferskt, bragðmikið og fljótlegt hollustusalat sem ég fann á síðu með úkraínskum uppskriftum. Þar kemur fram að salatið geti bæði staðið eitt og sér sem léttur málsverður eða sem meðlæti.

🇺🇦

Auglýsing

— ÚKRAÍNA  — SALÖTTÚNFISKURNÝRNABAUNIR

🇺🇦

Túnfisk- og nýrnabaunasalat

1 gúrka
1 ds túnfiskur
1 ds nýrnabaunir
1 dl saxaður vorlaukur
2 tsk eplaedik
1 tsk sterkt sinnep
2 msk ólífuolía
salt og svartur pipar

Hellið úr nýrnabaunadósinni á sigti og skolið.
Saxið gúrku og setjið í skál. Hellið safanum af túnfisknum og grófmyljið hann saman við gúrkuna. Bætið nýrnabaunum og vorlauk saman við.
Setjið edik, sinnep og olíu í krukku, lokið og hristið saman. Hellið yfir salatið og blandið saman. Stráið salti og pipar yfir.

🇺🇦

— ÚKRAÍNA  — SALÖTTÚNFISKURNÝRNABAUNIR

TÚNFISK- OG NÝRNABAUNASALAT

🇺🇦