Marsipanhorn

Marsipanhorn marsipan kaffimeðlæti með kaffinu
Marsipanhorn eru meiriháttar góð

Marsipanhorn

Alveg meiriháttar góð marsipanhorn.

👍

MARSIPANSKINKUHORNKAFFIMEÐLÆTIHORNGLASSÚR

👍

Marsipanhorn

Deig:
25 g þurrger
½ dl volgt vatn
75 g smjör
2 dl súrmjólk
2 msk. sykur
1 egg
1 tsk. salt
500 g hveiti
1 egg til að pensla með

Fylling:
75 g marsipan
75 g lint smjör
75 g sykur

Skraut:
2-3 msk. flórsykur eða glassúr

Setjið ger og vatn í hrærivélarskálina. Bræðið smjör við lágan hita, hrærið það saman við ásamt súrmjólk. Setjið sykur, egg og salt út í. Hrærið meðan hveitinu er hellt út í smám saman. Látið hefast í klukkutíma.

Rífið marsipan og blandið út í smjör og sykur.

Sláið deigið niður og bætið hveiti við, ef þarf. Skiptið deiginu í 3 hluta og breiðið út með kökukefli í hringi, skiptið hverjum hring í 8 hluta. Setjið fyllingu á breiða hlutann og rúllið upp. Leggið hornin á ofnplötu með bökunarpappír, penslið með hrærðu eggi. Bakið við 180°C í 10-15 mín og kælið á rist. Gott er að athuga eftir 8 mín bökun, því að ofnar eru mjög misjafnir.

Sigtið flórsykur yfir, eða búið til glassúr og sprautið í þunnum rákum, eða skreytið með hökkuðum, ristuðum möndlum. Til hátíðabrigða er hægt að strá fínt hökkuðum þurrkuðum berjum yfir.

👍

MARSIPANSKINKUHORNKAFFIMEÐLÆTIHORNGLASSÚR

MARSIPANHORN

👍

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Borðsiðanámskeið fyrir hressa táninga

Borðsiðanámskeið fyrir hressa táninga. Það er gott að vera opinn fyrir nýjungum, sérstaklega þegar þær rekur óvænt á fjörur manns. Gaman að segja frá því að kona að nafni Elín hafði samband og gaf í kjölfarið barnabörnum sínum borðsiðanámskeið hjá okkur. Á dögunum mættu þau prúð og frjálsleg og við ræddum helstu atriði; hvernig er skálað, hvað er gert við servíetturnar, hvernig er haldið á hnífapörum, umræðuefni, uppbrot á þeim o.s.frv. Að lokinni samverunni fengu þau heimaverkefni, eitt verkefni á dag í heila viku og svo hittumst við aftur, fórum yfir hvernig gekk og ræddum almennt um samskipti. Einstaklega falleg ungmenni, sem vekja bjartsýni um hag lands og þjóðar á komandi áratugum.

Daglegt brauð – Café Valný

Á Egilsstöðum er mjög fínt kaffihús sem heitir Café Valný - þangað er gott að koma og heimilislegur bragur á öllu. Maturinn góður og allt útbúið á staðnum. Fólk sem er í matseld alla daga og af lífi og sál.....

Brussel vöfflur – brjálæðislega góðar

Brussel vöfflur. Dags daglega er talað um belgískar vöfflur. Í Brussel í vor komumst við að því að mikill munur er á vöfflum í þeirri frægu vöffluborg eftir því hvar þær eru keyptar og hvernig deigið er. Tvær best þekktu vöfflutegundirnar í Belgíu eru ólíkar. Annars vegar er um að ræða Brussel vöfflur og Liege vöfflur. Liege vöfflurnar eru óreglulegar og oft með perlusykri. Deigið er einnig gjörólíkt. Í Brusselvöflurnar er notað bæði lyftiduft og þurrger. Þá gerir sódavatnið þær stökkar. Kannski ekki verra að taka fram að Liege vöfflurnar eru meira street food og hinar kaffihúsa vöfflur.

SaveSaveSaveSave

SaveSave